Bergmál - 01.04.1954, Side 10
Bergmál --------------------
helt helmingnum úr flöskunni
miður. Þér vissuð ekki, að einn
dropi af þessum vökva orsakar
eitt fet af regnvatni á jörðina.
Hve marga dropa létuð þér
drjúpa?“
„Aðeins tuttugu,“ svaraði Li,
fremur sneypulegur.
„Aðeins tuttugu! Getið þér
gert yður í hugarlund hvernig
þorpið verður úti, sem fær tutt-
ugu fet af regnvatni á einni
nóttu? Allir íbúarnir munu
drukkna og allur búpeningur
farast. Að sjálfsögðu mun verða
gefin skýrsla til Himna og syn-
ir mínir verða gerðir ábyrgir
fyrir þessu slysi.“
Li skammaðist sín mjög og
vissi ekki hvað hann átti að
segja, annað en það að hann iðr-
aðist framkomu sinnar. En auð-
vitað var það of seint.
„Ég álasa yður ekki. Því að
þér vissuð ekki hvað þér voruð
að gera. En ég er hrædd um, að
það verði ekki ánægjulegt fyrir
yður, er Drekinn kemur heim.
Því vil ég ráðleggja yður að fara
héðan þegar í stað.“
Li varð snortinn af vinsemd
konunnar og bjóst þegar til
brottfarar. Það var komið að
dögun. Hann gladdist yfir því
að sleppa á brott svo auðveld-
lega, en honum til mikillar
-----------------------Apríl
undrunar sagði konan er hann
var að kveðja: „Ég ætla að end-
urgjalda yður þann greiða, sem
þér gerðuð mér. Ég hefði ekki
átt að biðja gest minn að klæð-
ast um miðja nótt. Svo að sökin
er mín. Hér í óbyggðunum hefi
ég engar dýrmætar gjafir til að
leysa yður út með, en ég get lát-
ið yður í té tvo þjóna. Þér get-
ið tekið þá báða, eða ef þér viljið
heldur aðeins annan, þá þann
þeirra, sem þér kjósið heldur.“
Li leit á hina tvo þjóna, sem
stóðu sinn hvoru megin við
hana. Sá þeirra, sem stóð að
austanverðu í salnum, var vin-
gjarnlegur og auðmjúkur á svip.
En sá, sem stóð að vestanverðu
í salnum var kraftalegur ná-
ungi, hraustlegur og ekki laus
við að vera grimmdarlegur.
Li hugsaði með sér, að gott
myndi að eiga þjón og auk þess
fannst honum að gaman væri
að eiga eitthvað til minningar
um þessa einkennilegu nætur-
gistingu.
„Ég vil gjarnan þiggja annan
þeirra,“ sagði hann.
„Eins og yður þóknast. Velj-
ið annan,“ svaraði húsmóðirin.
Li hugsaði sig um. Sá vin-
gjarnlegi var greindarlegur og
viðfelldinn að öllu leyti, en
varla yrði hann til mikils gagns
8