Bergmál - 01.04.1954, Side 13

Bergmál - 01.04.1954, Side 13
1954 -------------------------------- ur hans væri þrotinn. Hamingjan góða, mér hafði aldrei dottið í hug, að hann myndi taka þetta svona nærri sér. Það, sem eg hafði gert var ekki svona alvarlegt. „Pabbi, taktu — taktu ekkert mark á þessari frásögn", byrjaði eg um leið og eg strauk hendinni yfir ljósu lokk- ana mína og tók í græna borðann, sem eg hafði bundið yfir hárið til að halda því í skefjum. „Pabbi, eg — við Gloría fórum ekki út í Arinstofuna til að-----ef þessi fréttasnápur hefði ekki verið staddur þar-------það er heilagur sannleikur, ef að hann hefði ekki tekið myndina, einmitt þegar Glenn sló þennan andstyggilega Tona í gólfið, þá myndi enginn hafa veitt okkur athygli. Eg á við það, að þetta er í fyrsta skipti, sem eg kem inn í bjórknæpu. Það er alveg áreiðanlegt, að eg hefði ekki farið þangað, nema vegna þess að Gloría og------“ Pabbi greip fram í fyrir mér og skullu orð hans á mér eins og haglél. „Unglings-telpur valda slagsmálum í næturklúbb", las hann. Mér fannst sem rödd hans kæmi úr undirdjúpum sjávar. „Elín, hvað-------“ Hann leit í augu mér, og það var eins og hann hefði aldrei séð mig fyrr. „Barnið mitt, eg skil þetta ekki. Þú á öðrum eins stað. Dóttir mín.“ Hann hristi höf- uðið. „Telpan mín, hvað hugsar þú eiginlega? Hvar er öll þín heilbrigða skynsemi? Eg er að vísu önnum kaf- inn við ýmis störf — víst er eg það — en mér datt aldrei í hug eitt andar- tak, að þú-------“ „Eg sagði að þetta hefði verið í fyrsta skipti," eg hafði hækkað rödd- ina, og eg fann að tárin leituðu fram --------------------- Bergmál í augu mín. Farðu nú ekki að skæla, sagði ég vonzkulega við sjálfa mig í huganum. Farðu nú ekki að hegða þér eins og krakki. Ég skal lúberja þig ef þú gerir það. „Ben, — góði Ben,“ greip mamma fram í á ný. „Gerðu það fyrir mig að ræða ekki meira um þetta að sinni. Við getum talað um þetta í kvöld." Hann sneri sér að henni, sami hryggðarblærinn var enn í augum hans. „Ég get ekki áttað mig á þessu, Rut. Ég, sem er formaður unglinga- gæzlunefndar hér í Springfield. Fé- lags, sem beitir sér fyrir því að vernda ungar stúlkur fyrir slíkum búlum sem þessari. Elín veit það. Þú hlýtur að vita það, Elín. í guðs bænum, telpa, þú hefir þó heyrt okkur tala saman, eða hvað? Og ég sem hélt að þú hefðir á- huga á að stofna unglinga-félagið, sem ég var að minnast á við þig. Ég hélt það, — telpan mín, en skilurðu það ekki, að ung stúlka, sem sækir slíkan stað, verður----ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en þú veizt það, að það er alltaf hættulegt að leika sér að eldi. Hefir þú aldrei heyrt það fyrr?“ „Jú.“ „Nú, en-------“ „En, ég sagði þér — —“ greip ég fram í, og svo, — skrambinn hafi það, — fór ég að gráta, þrátt fyrir allt. Ég var fokreið við sjálfa mig, en neðri vörin vildi ekki hætta að titra og tár- in streymdu niður kinnar mínar. „Ég veit ekki hvað öll þessi ósköp eiga að þýða,“ gat ég loks stunið upp og ýtti mömmu frá mér, er hún reyndi að taka utan um mig. „Þú þarft ekki að halda, að þú getir hrætt mig eins og smá- krakka. Unglingafélag, huh,“ hvæsti ég. „Ég sagði þér, að þetta væri í fyrsta - 11 —

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.