Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 18

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 18
AprÍl Bergmál ---------------------------- sá í anda stórt skarð höggvið í vikú- peningana mína, er ég endurgreiddi mömmu þetta. Tony leit á peningana og síðan á mig. „Hefir þú nokkurn tíman komið inn í baksalina, Elín?“ spurði hann, mjög blátt áfram. Ég gizkaði á það í huganuln, að hann hefði veitt því athygli að í peninga- veskinu voru þrír aðrir fimm dollara seðlar. Ég hristi höfuðið. „Nei.“ „Þar er gaman að koma,“ sagði hann. „Og þar er jafnvel hægt að græða svo- lítið af peningum." „Ég held að mig langi ekki —“ svar- aði ég rólega, en þá greip Gloria fram í fyrir mér. „Komdu, við skulum öll fara og spila svolítið," hrópaði hún. „Ég finn það á mér, að ég græði á þessa tvo doll- ara, sem ég er með.“ „Jú, jú, þú finnur alltaf á þér eitt og annað,“ sagði Joe og bandaði til henn- ar hendinni. „í þetta skipti mun það reynast rétt,“ sagði Gloria og setti upp totu um leið og hún togaði í handlegginn á mér. „Komdu nú, við skulum koma inn í baksalina, við fáum að komast inn, því að Joe og Tony þekkja báðir strákinn, sem er við dyrnar." Ég leit örvæntingarfull í kring um mig í Arinstofunni. Hvað hafði ég eig- inlega Iátið leiðast út í? Auðvitað hafði ég ánægju af öllu sem var spennandi og nýstárlegt og auk þess gat ég ekki stungið Gloriu af, eins og hver annar fáráðlingur — og svo var eins og allt umsnerist í höfðinu á mér, þegar ég sá hver var að koma inn úr útidyrun- um, það var Glenn. „Elín, halló Elín!“ heyrði ég.að hann hrópaði strax og hann kom auga á mig. Og hvað haldið þið? Einmitt þeg- ar ég hefði átt að falla á kné og þakka mínum sæla fyrir að hann skyldi koma, þá blossaði einmitt gremjan upp í mér á ný. Svo að hann ætlaði að fara að segja mér fyrir verkum. Gæta mín eins og óvita. Nei, ónei, ég vissi fótum mínum forráð og lét ekki segja mér neitt, það skyldi hann svei mér fá að vita, sá góði maður. Ég greip skyndilega um handlegg- inn á Tona Martell. „Jæja þá,“ sagði ég, „við skulum koma inn fyrir.“ Ég leit ekki um öxl í áttina til Glenn, er við gengum í áttina að dyr- unum á baksölunum, en ég var sann- færð um að hann myndi stara á eftir okkur með opinn munninn. Það er ekki nema mátulegt handa honum, hugsaði ég. Hann gat komið með þegar ég bað hann um það. Ég þurfti enga vernd, það skyldi hann fá að vita. Hafði ég ekki séð um mig sjálf frá því ég var fjórtán ára? Auk þess var Gloria með mér. Og ég bar traust til hennar. Að vísu missti ég fljótt alla trú á því, sem hún þóttist finna á sér, því að hún tapaði tveim dollurunum sínum á tveim mínútum við spilakass- ana. Og ég var nógu talhlýðin til að láta hana koma mér til að eyða því, sem ég hafði fengið til baka af fyrsta fimm dollara seðlinum hennar mömmu, eftir það fór ég mér að vísu hægar, en þó leið ekki langur tími áð- ur en allir peningarnir úr veskinu voru farnir í spilakassana. Enginn vinningur. „Óheppnin eltir þig, baby,“ sagði Tony Martell og brosti. Hann var allt- af brosandi þessi náungi. „Það er eins og heppnin hafi ekki heldur brosað við þér,“ sagði Joe við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.