Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 19

Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 19
1954 Gloriu, og svo sá ég að hann tók utan um mitti hennar og smeygði hend- inni inn undir pilsið og niður með því að innan. Ég sneri mér undan,- svo að Gloria sæi ekki að ég hefði veitt þessu athygli. Og ég fór ósjálfrátt að velta því fyrir mér, hvort hún kærði sig kollótta, þótt hann gerði þetta. Þetta, — þetta var svo andstyggilegt. Hræðilega andstyggilegt! Og Gloria var ekki svoleiðis stúlka. Hún hafði auðvitað ekki veitt því athygli. Það var svo troðfullt af fólki þarna inni, að maður var alltaf að rekast á ein- hvern. Þess vegna reyndi Tony að kyssa mig. Ég á við það, að einhver rakst á okkur og við hrösuðum bæði að einum spilakassanum. Hann studdi annari hendinni á vegginn, til þess að forða okkur frá falli, en svo lágu hendur hans skyndilega á herðum mínum. „Þú ert skrambi snotur," hvíslaði hann í eyra mér. „Miklu laglegri en þessi syfjulegi kunningi þinn.“ Mér fannst mér vera að verða óglatt, er ég sá andlit hans færast nær mér, og varir hans leita eftir vörum mín- um. „Nei. Nei, hættu þessu!“ hrópaði ég. Hættu!“ Ég reyndi að slíta mig af hon- um, og þið vitið hvað svo gerðist eftir þetta. Það var það, sem sagt var frá í dagblaðinu. Glenn kom æðandi inn, hristi um leið af sér dyravörðinn, sem var að reyna að varna honum inngöngu, og sló tryllingslega til Tona. Þið hefðuð átt að sjá það. Það var ekki dóna- legt. Aðeins eitt einasta hökuhögg og Tony engdist sundur og saman á gólf- inu. Það versta var að Ijósmyndarinn var jafn snar að smella af. ---------------------B ERGMÁL Það var mesta erfiði að komast út. Glenn þreif í mig og ruddi okkur leið um þvöguna. í fátinu missti ég algjör- lega af þeim Joe og Gloriu, en ég mundi heldur alls ekki eftir þeim þá. Ég hugsaði aðeins um það, að komast út, sem allra fyrst. Á leiðinni heim í bílnum, við hliðina á Glenn, titraði ég eins og strá í vindi. Ég sagði Glenn, að ég myndi hringja til pabba hans daginn eftir og segja honum að það væri mér að kenna, að hann hefði tekið bílinn og allt þetta, en Glenn greip fram í fyrir mér og sagði að það skipti ekki máli. Svo fór ég að reyna að afsaka mig með því að þetta hefði allt verið að undirlagi Gloriu. „En sjálfsagt finnst þér ég vera óskaplegur kjáni,“ bætti ég við. „Finnst þér það ekki?“ „Nei.“ „Jú, víst finnst þér það, ég veit það.“ Þegar við komum að húsinu heima þakkaði ég Glenn fyrir, eins vel og ég gat, sjálfsagt hefir hann sagt „góða nótt,“ ég veit það ekki Ég man að- eins að ég stóð ein eftir á gangstétt- inni við húsið heima og tárin runnu niður kinnar mínar. Skyndilega varð mér ljóst, að Glenn hafði ekki boðið mér góða nótt með kossi. í fyrsta skipti síðan við höfðum þriðja stefnumót okkar. Og það sem verzt var. Hann hafði ekki einu sinni reynt að kyssa mig. Ég fór beina leið inn til mömmu og sagði henni allt af létta. Mér fannst þetta allt líkast martröð. Arinstofan. Allt þetta fólk. Tony Martell. Tapa tuttugu dollurum, sem mamma átti. Þetta var hræðilegt. Mamma var miður sín af skelfingu. „Að þú skyldir geta farið á annan eins stað, elskan. Hvers vegna? Hvers 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.