Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 21

Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 21
1954 B E RG M k L slúðra um mig!“ Rödd hennar kafnaði í grátstaf, og hún beið þess ekki, að ég svaraði henni. Hún stóð á fætur og hljóp inn í húsið, en skildi mig eina eftir, sitjandi á tröppunum. Ég sat eins og ég hefði verið slegin ofan í hvirfilinn. Ég var algjörlega sljó. Aðeins ein einasta hugsun komst að í heila mínum. Gloria er barnshaf- andi! Ég hristi höfuðið. En hún — nei, hún elskaði Joe ekki. Hún hataði hann. En samt ætlaði hún að fara að giftast honum. Það var ekkert annað hægt að gera. Ég stóð á fætur og gekk af stað. Ég vissi ekki hvert ég fór. Ég þurfti að- eins að fá ró til að hugsa. Orð hennar höfðu læst sig með heljarafli í vitund mína og komið hugsunum mínum á ringulreið. Ef að allt þetta, sem Glor- ia hafði sagt mér, var satt — þá — ég tók andköf — þá hafði pabbi rétt fyr- ir sér! Þá hafði Glenn líka rétt fyrir sér! Allt sem þeir sögðu hafi við rök að styðjast. Það voru þeir, sem höfðu vitað hvað þeir sögðu, en ég hafði ver- ið kjáni. Þvermóðskufullur, óstýrilát- ur, lítill kjáni. Skyndilega fór um mig hrollur. Það var heitur júlímorgunn og samt var mér kalt. Þetta gæti hafa hent mig, því að ég var einmitt byrjuð að stæla Gloriu í einu og öllu. Ég hafði ekki gert annað en apa eftir henni, allt sem hún gerði í heilt ár. Og fundist ég vera að auka manngildi mitt með því að reykja og gera tilraunir til að drekka áfenga drykki, og sækja búlur eins og Arinstofuna. Hún hlaut að hafa verið eins saklaus og ég, er hún byrj- aði, en hún hafði ekki átt eldri vin- konu, sem —. Nú hafði hún rekið sig á. Vesalings Gloria. Mér leið mjög illa, svo að ég titraði öll frá hvirfli til ilja. Já, þetta gat alveg eins hafa verið öf- ugt. Það gat eins hafa verið hún, sem nú sagði: „Vesalings Elín.“ Ég hefði mátt vita þetta fyrir. Hví hafði ég verið svona blind? Hvernig gat staðið á því, að ég hafði verið svona heimsk, svona óskaplega fávís? En auðvitað mátti segja sem svo, að skapast hefði rótleysi í mér, er ég varð að sjá um mig sjálf að mestu leyti, aðeins 14 ára. Og orsökin var: stríðið. En voru þá ekki fleiri ungar stúlkur, sem segja mætti að væru rótlausar, á þennan hátt? Jú, vissulega. Og þær lentu ekki------. Nei, ekkert, alls ekk- ert var til, sem afsakaði mig. Þetta var aðeins árangurinn af þrákelkni minni og heimsku. Sérhver stúlka á mínu reki, sem álítur að hún sé mann- eskja að meiri, með því að hegða sér óviturlega, getur aðeins sjálfri sér um kennt ef illa fer. Og nú vissi ég að fað- ir minn hafði rétt fyrir sér í morgun. „Enginn leikur sér að eldinum, án þess að brenna sig.“ Og nú fyrst skyldi ég móður mína, er hún bað mig að fara aldrei framar á staði eins og Arinstof- una. „Slíkt getur aldrei endað, nema á einn veg.“ Um kvöldið viðurkenndi ég fyrir pabba, að mér hefði skjátlast, og ég skammaðist mín ekki fyrir að gráta nú. Nú var það ekki sært stolt, sem olli grát mínum. Nú grét ég af skömm. Ég bað pabba að leyfa mér að taka virkan þátt í starfsemi unglinga-fé- lagsins, sem við höfðum talað um, um morguninn. Og hann sagði að allir unglingar með heilbrigða dómgreind væru velkomnir £ þann félagsskap. Mér yrði tekið opnum örmum. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.