Bergmál - 01.04.1954, Síða 23

Bergmál - 01.04.1954, Síða 23
HEILABROT: 1) Þá byrjum við á því að leggja eina spurningu fyrir bílstjórana. — Hvað sýnir hraðamælir bíls, sem ekur þrjá fjórðu úr kilómetra á mínútu? 2) Hvaða tölu fáið þið út, ef þið deilið með sjö í tölu, sem er mitt á milli fimmtán og fimmtíu og fimm? 3) Hvort vegur þú meira á leiðinni upp í lyftunni, eða á leiðinni niður í lyftunni? 4) Ragnar og Tómas gengu frá Reykjavík að Álafossi og til baka aftur. Ragnar gekk 6 km. á klst. báð- ar leiðir, en Tómas gekk 5 km. á klst. aðra leiðina og 7 km. á klst. hina. Hvor var fljótari, ef við gerum ráð fyrir að öll vegalengdin sé 30 km.? 5) Frú Anna er einmitt komin á þann aldur, að hún vill lítt hafa orð á því hve gömul hún er. Því var það að hún sagði þetta við manntalsskrifstof- una: „Tölustafirnir tveir, sem aldur minn er skrifaður með, gera saman- lagt níu. Og ef þið lesið töluna aftur á bak, þá fáið þið aldurinn á mann- inum mínum, en hann vantar níu ár upp á það að vera helmingi eldri en ég.“ Hve gömul voru hjónin? 6) L R — Hér fara á eftir tvær ljóð- línur úr alþekktri vísu eftir K.N., en sá er ljóður á, að öll L og öll R hafa verið tekin burtu og auk þess gleymzt að hafa bil á milli orðanna: Afangieynsuætegþettahef: aðátadottinnáðameðanegsef. Hvernig eru þessar ljóðlínur? V erðlaunaheilabrot. í Ameríku réðust fjórir menn inn í banka og rændu allmiklu fé, og um leið og þeir fóru út úr bankanum sneri einn hinna fjögurra manna sér við og skaut gjaldkera’bankans. Nöfn mannanna fjögra voru þessi: Jón, Ragnar, Tómas, Dagur. Síðar upplýstist eftirfarandi: a) Einn þessara fjögra manna var fyrrverandi kappaksturshetja og ók hann því bankaræningjabílnum. b) Allan síðastliðinn mánuð hafði Ragnar verið að reyna að fá kapp- aksturshetjuna með sér í annað inn- brot, en kappaksturshetjan alltaf færzt undan vegna þess að hann treysti ekki Ragnari og hafði hálfgerða skömm á honum. c) Kappaksturshetjan og Jón höfðu nýskeð unnið allmikla upphæð í spil- um af Degi. d) Sá, sem skaut gjaldkerann er mjög mikill vinur kappaksturshetj- unnar. e) Dagur hafði nýskeð grætt- stórfé á veðreiðum og skipt því til helminga við einkavin sinn, en það var maður- inn, sem skaut bankagjaldkerann. Hver þeirra skaut bankagjaldker- ann? Sendið lausnir til Bergmálsútgáf- unnar, Reykjavík, fyrir 25. apríl n. k. I. varðlaun: Ársáskrift Bergmáls. II. verðlaun: Árgangur Bergmáls 1952.

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.