Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 23

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 23
HEILABROT: 1) Þá byrjum við á því að leggja eina spurningu fyrir bílstjórana. — Hvað sýnir hraðamælir bíls, sem ekur þrjá fjórðu úr kilómetra á mínútu? 2) Hvaða tölu fáið þið út, ef þið deilið með sjö í tölu, sem er mitt á milli fimmtán og fimmtíu og fimm? 3) Hvort vegur þú meira á leiðinni upp í lyftunni, eða á leiðinni niður í lyftunni? 4) Ragnar og Tómas gengu frá Reykjavík að Álafossi og til baka aftur. Ragnar gekk 6 km. á klst. báð- ar leiðir, en Tómas gekk 5 km. á klst. aðra leiðina og 7 km. á klst. hina. Hvor var fljótari, ef við gerum ráð fyrir að öll vegalengdin sé 30 km.? 5) Frú Anna er einmitt komin á þann aldur, að hún vill lítt hafa orð á því hve gömul hún er. Því var það að hún sagði þetta við manntalsskrifstof- una: „Tölustafirnir tveir, sem aldur minn er skrifaður með, gera saman- lagt níu. Og ef þið lesið töluna aftur á bak, þá fáið þið aldurinn á mann- inum mínum, en hann vantar níu ár upp á það að vera helmingi eldri en ég.“ Hve gömul voru hjónin? 6) L R — Hér fara á eftir tvær ljóð- línur úr alþekktri vísu eftir K.N., en sá er ljóður á, að öll L og öll R hafa verið tekin burtu og auk þess gleymzt að hafa bil á milli orðanna: Afangieynsuætegþettahef: aðátadottinnáðameðanegsef. Hvernig eru þessar ljóðlínur? V erðlaunaheilabrot. í Ameríku réðust fjórir menn inn í banka og rændu allmiklu fé, og um leið og þeir fóru út úr bankanum sneri einn hinna fjögurra manna sér við og skaut gjaldkera’bankans. Nöfn mannanna fjögra voru þessi: Jón, Ragnar, Tómas, Dagur. Síðar upplýstist eftirfarandi: a) Einn þessara fjögra manna var fyrrverandi kappaksturshetja og ók hann því bankaræningjabílnum. b) Allan síðastliðinn mánuð hafði Ragnar verið að reyna að fá kapp- aksturshetjuna með sér í annað inn- brot, en kappaksturshetjan alltaf færzt undan vegna þess að hann treysti ekki Ragnari og hafði hálfgerða skömm á honum. c) Kappaksturshetjan og Jón höfðu nýskeð unnið allmikla upphæð í spil- um af Degi. d) Sá, sem skaut gjaldkerann er mjög mikill vinur kappaksturshetj- unnar. e) Dagur hafði nýskeð grætt- stórfé á veðreiðum og skipt því til helminga við einkavin sinn, en það var maður- inn, sem skaut bankagjaldkerann. Hver þeirra skaut bankagjaldker- ann? Sendið lausnir til Bergmálsútgáf- unnar, Reykjavík, fyrir 25. apríl n. k. I. varðlaun: Ársáskrift Bergmáls. II. verðlaun: Árgangur Bergmáls 1952.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.