Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 25

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 25
1 9 5 4 ------------------------ bragð og hugðist æða yfir í hið logandi skip, en Hawke varð á vegi hennar og varnaði því að hún hlypi svo að segja í opinn dauðann. „Lofið mér að fara,“ hrópaði hún, „yfir til litlu elskunnar minnar. Slepptu mér, morðing- inn þinn.“ „Eigið þér við það, að ein stúlka sé eftir þarna niðri í skipinu, sem er að brenna?“ spurði Hawke. „Já, í litlu káetunni,“ hrópaði hún. „Þér eruð að vísu auðvirði- legur sjóræningi, en ef það er mannlegt hjarta í brjósti yðar, þá verðið þér að bjarga henni.“ Hawke gaf sér ekki tíma til að svara. Hann greip um laust stag- reipi og sveiflaði sér á því beint yfir á þilfar skipsins, sem nú var farið að loga stafnanna á milli. Hann æddi gegnum eldhafið að dyrunum niður í káeturnar. Lítill reykur hafði komizt nið- ur í káeturnar og Hawke hafði hraðann á. Hann reif niður for- hengi fyrir lítilli káetu, en þar inni stóð ung stúlka í hnipri, titrandi af ótta. Þessi unga stúlka var svo fögur, að þrátt fyrir það, að Hawke gerði sér ljóst að lífsspursmál væri að hafa hraðann á, þá gat hann ------------------ B E R G M Á L ekki annað en numið staðar til að dáðst að henni. En brátt minntist hann þess hvar hann var staddur. „Komið með mér,“ sagði hann. Unga stúlkan hörfaði frá honum. „Nei, ég er hrædd,“ svaraði hún. Hann tók blíðlega um hönd hennar, brosti hughreystandi til hennar, og svo, að nokkru vegna þess að hann stóðst ekki freist- inguna og að nokkru til þess að sannfæra hana um, að hann væri henni vinveittur, laut hann nið- ur að henni og kyssti varir henn- ar ástúðlega. Unga stúlkan andvarpaði, brosti til hans og fylgdi honum því næst af fúsum vilja eins og hún væri dáleidd. Er þau komu út úr káetunni greip hann hana í fang sér og þaut með hana í gegnum reykjarhafið. Honum fannst óendanlega langt upp á þilfarið, en löks fann hann þó útiloftið leika um andlit sér og komst upp á þilfarið. Hann sá, að sjóræningjaskipið vaggaði nokkur fet frá hinu brennandi skipi, sem nú var tekið að sökkva. Einhvern veginn tókst honum að ná traustu taki á stag- reipinu, sem sveiflað var yfir til hans og andartaki síðar hafði hann sveiflað sér yfir í sjóræn- 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.