Bergmál - 01.04.1954, Page 27

Bergmál - 01.04.1954, Page 27
1 95 4 ------------------------■ „Já, auðvitað,“ svaraði hún, dálítið óþolinmóð. „Hann ' mun gefa mér gim- steininn, og svo gef ég yður hann.“ „Hvað heitið þér, ungfrú góð,“ spurði Hawke mjög lágt. — Unga stúlkan hnyklaði brýnn- ar. „Ég man ekki hvað Melvina Mac Gregor vildi að ég kallaði mig. En ég man það, að ég mátti alls ekki segja að ég heiti í raun og veru Patma, prinsessa af Ormuz.“ Hawke svipaðist um í skyndi og sá, að til allrar hamingju var enginn á ferli. Hann hló lágt en glaðlega og gerði sér vel ljóst hvers virði þessar fréttir voru. „Nei, ungfrú góð,“ sagði hann, „Það megið þér alls ekki segja nokkrum öðrum. Það er alveg áreiðanlegt.“ KONUR TIL SÖLU Það varð uppi fótur og fit er Brasiliano kom til heimahafnar með ránsfeng sinn, — einkum er það vitnaðist, að margar ung- ar stúlkur væru innanborðs. Spitfire fann til afbrýðisemi í fyrsta skipti á æfinni er hún frétti að Hawke hefði bjargað lífi hinnar fegurstu af þeim öll- ------------------ Bergmál um, og ekki bætti það úr skák, að hann gerði enga tilraun til að ná tali af henni, eða heilsa upp á hana eftir útivistina. Af tilvilj- un komst hún þó að því, að Brasiliano hafði að yfirlögðu ráði komið í veg fyrir það, að stýrimaður hans næði fundi hennar með því að krefjast þess að hann héldi kyrru fyrir um borð og gerði nákvæma skýrslu yfir allt herfangið, sem þeir höfðu tekið í indverska skipinu. Hawke varð því í raun og veru feginn, að fá þá hvíld, sem þetta starf veitti honum. Skipið var mannlaust og hann hafði því gott næði til að skipuleggja í huganum þau störf, sem hann hugðist framkvæma á næstunni. Við þessar ráðagerðir naut hann aðstoðar félaga sinna Jones og Harris, því að þeim hafði á ein- hvern hátt tekizt að útvega sér atvinnu við að mála skipið að utan, og renndu sér í hengistól- um sínum niður með skipshlið- inni og töluðu á þann hátt við Hawke gegnum gluggann á ká- etu hans. „Við höfum náð nákvæmu af- riti af uppdrættinum á meðan þér voruð fjarverandi, herra Hawkes,“ hvíslaði Harris í flýti, „og við munum nú nákvæmlega staðsetningu allra fallbyssanna. 25

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.