Bergmál - 01.04.1954, Page 29

Bergmál - 01.04.1954, Page 29
B I- R3MÁL 1954 MARTINE CAROL (Luccrzia Borgia) Lucerzia Borgia var ein af illræmd- ustu konum á Ítalíu um og eftir alda- mótin 1500. Var hún óskilgetin dóttir páfans Alexanders VI., sem notaði ó- spart þessa dóttur sína sem peð á skákborði stjórnmálanna. Bróðir hennar var æfintýramaðurinn og ribbaldinn Cesare Borgia, sem einnig átti sinn þátt í því að systir hans varð illræmd sem samvizkulaus og hjarta- laus kven-djöfull. Nú hefur franski kvikmyndafram- leiðandinn Christian Jaque gert kvik- mynd um æfi þessarar konu og leyft sér að túlka hana á allt annan veg en ■þjóðsagan hefir gert. í titilhlutverkið valdi hann frönsku leikkonuna Martine Carol, sem sést hér á meðfylgjandi mynd. Christian Jaque segir, að Lucerzia Borgia hafi áreiðanlega verið smávaxin kona, snör í hreyfingum, ákaflega viðkvæm, en jafnframt ástrík og stórbrotin. upp fyrir höfuð sér í algjörri uppgjöf, en ekki var frítt við háðsglott á andliti hans. „Ef þér ætlið að senda kúlu gegnum höfuðið á mér fyrir það, að ég er að reyna að vera samvizkusamur,“ byrjaði hann. Spitfire greip fram í fyrir honum og hrutu nokkrar for- mælingar af vörum hennar á sjómanna vísu. En hún lét samt byssuna síga. Hún yppti öxlum og gekk til dyranna, eins og hún væri von- svikin og leið, um leið og hún opnaði hurðina sagði hún kaldri, harðneskjulegri röddu: „Komið heim til mín, er þér hafið lokið störfum yðar hér. Ég þarf að ræða við yður um undirbúning að næstu ráns-herferð, en þá mun ég sigla sem kafteinn,“ hún var nú orðin skipandi í máli og ákveðin í framkomu. „Ég mun koma svo fljótt sem auðið er,“ svaraði hann, auð- mjúkur. „En það má vera, að það geti dregizt nokkuð. Því að, 27

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.