Bergmál - 01.04.1954, Page 30

Bergmál - 01.04.1954, Page 30
Bergmál ---------------------- þegar þessum störfum er lokið, þá á ég enn ógert ýmislegt varð- andi kvenmann, eða öllu heldur varðandi konur!“ Hann vissi ekki hvort Spit- fire hafði heyrt síðustu orð hans, því að hurðin skall að stöfum á eftir henni. En daginn eftir komst hann að þeirri niðurstöðu, að hún hlyti að hafa heyrt hvað hann sagði. Hawke gekk yfir að mark- aðstorginu, en þar voru ind- versku stúlkurnar, sem þeir höfðu tekið herfangi á skipi Mógúlsins, boðnar upp og seld- ar hæstbjóðanda. Þær áttu að verða eiginkonur sjóræningj- anna. Ein af annarri voru þær leiddar upp á uppboðspallinn og boðið var ört og græðgislega í þær. Hawke stóð lítið eitt til hliðar við mannþröngina og horfði á það, sem fram fór. Hann hafði sjáanlega gaman af, því að stúlkurnar, sem í fyrstu vissu ekki hvað til stóð, voru nú orðn- ar all-æstar af tilhugsuninni um að verða að kvöldi orðnar eigin- konur þessara myndarlegu, fas- miklu manna frá Vesturlönd- um. Það brá fyrir leiftri í augum hans, er hann kom auga á Spit- fire, þar sem hún stóð í felum á ---------------------— Apríl bak við tré nokkurt og starði án afláts á eina stúlkuna, þá, sem stóð aftast í röðinni, það var prinsessan indverska. Sala stúlknanna gekk greið- lega, hver einasta var greidd með heilum fjársjóði gulls og gersema. Og að lokum kom röð- in að hinni smávöxnu og fínlegu Patma prinsessu. Hawke hafði þegar móttekið sinn launa-skerf úr herferðinni og var hann stað- ráðinn í að eyða öllu, sem hann hafði undir höndum, ef með þyrfti, til að tryggja það, að prinsessan lenti ekki í höndum neins annars en hans sjálfs. Þegar hann byrjaði að bjóða. í hana, sá hann sér til ánægju, að margir voru hálf-hikandi, tóku upp pyngjur sínar og litu í þær. Það leit ekki út fyrir að hann fengi harða samkeppni. Brátt var hann orðinn einn um boðið og uppboðshaldarinn ætl- aði að fara að slá honum hana, þegar rödd nokkur heyrðist, sem hækkaði boðið upp í fimm hundruð Moidres, en það eru um 75.000 krónur. Hitler sagði, að jazzinn yrði vinsæll á meðan menn hlustuðu yfirleitt á músik með fótunum. ★ 28

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.