Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 33

Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 33
1954 fí E R U M 4 L og ofan við rönd blaðsins sá hann vel hirt og nýlagt hár, hvítan blússukraga og dyftað og snyrt andlit hennar svip- brigðalaust og kalt. Hún var alltof vel klædd, snyrtileg og fögur til þess að sitja inni og rýna í bók, og hún virti hann ekki einu sinni viðlits, er hann rétti út hendina eftir sígarettu, sem lá við olnbogann á henni á borðinu. „Það er naumast, að þú ert fín,“ sagði hann upprifinn, „hvert á eiginlega að fara?“ Ekkert svar. Svo að hún gerði sér þá leik að því að hundsa hann, — það var nú það. Hank fann til dálít- illar gremju. „Hvað er að, ert þú eitthvað gröm?“ spurði hann áherzlulaust. Hún leit ekki upp úr blaðinu. „Hví skyldi ég vera gröm?“ „Ég hélt að þú vildir koma í gönguferð“ sagði Hank. Hún fletti blaði. „Ég hefi breytt um skoðun.“ Hank leit til hennar. Gremja hans óx. Skyldi hún ætlast til að hann færi að sleikja úr henni, og biðja hana að breyta aftur um skoðun. Ja, ,þá skyldi hún svei mér fá að bíða lengi. Hann henti eldspítnastokknum á borðið. „Sama er mér“ sagði hann og gekk fram eldhúsið á ný. Þetta var byrjunin. — Engar skammir eða rifrildi, engar gagnkvæmar ásakanir, ekki einu sinni hin þögla ólund, sem Hank hafði oft undrazt yfir að hjón gætu fengið sig til að kvelja hvort annað með. Þau, hann og Libby, voru kannski ekki með neitt óþarfa fjas, en þau töluðu þó saman. Áður-en þau fóru að borða kvöldmatinn, spurði Libby hann til dæmis hvort hann vildi salat með kalda svínsfleskinu, og hann svaraði: „Já.“ Og stuttu síðar er hann spurði jafn blátt áfram eins og hún hafði gert, hvort hann ætti að sækja brauð, þá svaraði hún: „Nei.“ Þau voru, sem sagt mælandi hvort við annað. Og eftir kvöldmatinn hjálpaði hann henni með uppvaskið, al- veg eins og vant var. Eini sjáan- legi munurinn var sá, að þau luku því á miklu skemmri tíma en vant var. Hank hafði komizt að þeirri ánægjulegu niður- stöðu, að ung kona, sem hefir báðar hendurnar á kafi í upp- þvottabala, er næstum varnar- laus, og sú uppgötvun hafði gert marga stundina við upp- þvottabalann, reglulega ánægju- 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.