Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 37

Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 37
1 954 ------------------------• að heita frjálst land, sem við lifum í, eða hvað?“ „Reyndu að stilla þig, góða.“ Hann spratt upp úr stólnum og fór að ganga um gólf. „Ég veit ekki betur en það værir þú, sem varst með æsing.“ Hank dró andann djúpt. „Nei, heyrðu mig nú,“ sagði hann, og gerði karlmannlega tilraun til að tala með festu og ró. „Eigum við ekki að slá því föstu, að þótt þú sért gröm, þá þurfir þú ekki endilega að láta það bitna á mér. Ég spurði hvort þú vildir koma í gönguferð, og þú neit- aðir. Þú ættir því ekki að kenna mér um.“ „Ég er ekki að kenna þér um neitt, ég mundi ekki einu sinni eftir neinni gönguferð fyrr en þú byrjaðir.“ „Hvers vegna er framkoma þín þá svona undarleg?“ Hann hafði hækkað róminn á ný. „Ah, púh ...“ andvarpaði Libby, sem nú bjóst til að stíga upp í rúmið. Hank starði á hana, og sauð í honum reiðin. Eitt andartak var hann í vafa um, hvað hann ætti að segja, en svo brauzt það fram: „Hvers vegna hendir þú ekki þessum hræðilegu náttföt- um?“ spurði hann. „Náttfötunum mínum?“ Það ----------------- Bergmál var eins og henni brygði við það, hversu skyndilega hann breytti um umræðuefni, en hún hafði jafnskjótt náð sér aftur. „Ég skil ekki hvers vegna ég ætti að henda þeim. Þau eru ágæt.“ „Já, þau eru ágæt í afþurrk- unartuskur. Er þér ljóst hvernig þú lítur út í þeim?“ Hún lét sig fallast niður í sófann eins og hún hefði skyndilega orðið mátt- laus í hnjánum. „Þú þarft ekki að horfa á þau, ef þér finnst þau ljót.“ Hún sparkaði inniskónum af fótum sér, hálf kauðalega. „Ég verð að biðja þig afsökunar,“ sagði hún, „ég vissi ekki að þú værir svona viðkvæmur.“ Hann varð var örlítils skjálfta í' rödd hennar, og gladdist af. „Ég er alls ekki viðkvæmur,“ svaraði hann. „Ég get bara ekki skilið hvers vegna þú hefir ánægju af því, að líta út eins og gamall, undinn klútur.“ Hann snerist á hæli og stikaði inn í baðherbergið, ánægður yfir því, að hafa loks sært hana. En sigurgleði hans stóð ekki lengi. Þegar hann kom út úr baðherberginu aftur, eftir að hafa farið undir steypibaðið, þá blygðaðist hann sín fyrir fram- komuna. Þetta hafði verið ótugt- S5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.