Bergmál - 01.04.1954, Side 38

Bergmál - 01.04.1954, Side 38
tí lí R C, M Á í --------------- arlega sagt, og honum leið fjandalega út af því. Hvernig gat staðið á því, að svo hörku- leg orð höfðu fallið á milli þeirra? Byrjaði það kannski á þennan hátt, þegar hjónaband fer í hundana? Elskuðust þau kannski ekki lengur? Hann hristi höfuðið, skelfdur yfir sín- um eigin hugsunum. Slúður og vitleysa. Libby hafði bara verið barnaleg og óskynsöm, og hann hafði bætt gráu ofan á svari með því að missa stjórn á skaps- munum sínum, það var allt og sumt. Bráðum myndi allt verða gott á ný, eins og áður. En hann var þó ekki eins viss um það, er hann kom inn í stof- una og sá að Libby hafði dregið sængina upp fyrir höfuð. Hank gekk svolítið fram og aftur í stofunni, á inniskónum, leit eftir því, að dyrnar væru tvílæstar, trekkti upp vekjara- klukkuna og opnaði gluggann áður en hann lagðist útaf. „Góða nótt,“ muldraði hann og kyssti hana á kinnina. Hún opnaði ekki einu sinni augun, og Hank seig niður á koddann. Hann fann til verkjar í brjóstinu. Hann ætlaði að fara að slökkva ljósið, er honum datt skyndilega nokkuð nýtt í hug. ----------------------— Apríl „Hefir þú grátið?“ spurði hann lágt. „Oh, láttu mig í friði,“ sagði hún örvæntingarfull. Hún gróf andlitið í svæflinum og grét með þungum ekka. „Nei, nei ekki að gráta,“ sagði hann í öngum sínum. Hann lagði handlegginn yfir um hana og ætlaði að færa hana nær sér, en hún þrjóskaðist. „Svona, svona, elskan mín, það er engin ástæða til að gráta.“ Iðrunin hafði náð föstum tökum á hon- um. Hann var reiðubúinn til að gera hvað sem væri, ef hún að- eins hætti að gráta. „Fyrirgefðu“, sagði hún loks snöktandi og þurrkaði sér um augun. „Ég ætlaði ekki að verða svona móðursjúk.“ „Þetta skiptir engu máli.“ Hún andvarpaði. „En þegar þú varst farinn, þá lá ég hér al- ein og hugsaði: Hann er hætt- ur að elska mig, hann kom ekki einu sinni inn á meðan ég var í baðinu. Honum finnst ég vera ljót. Og þá leið mér svo illa, að mig langaði mest til að skríða inn í eithvert skúmaskot og deyja.“ „Elsku stelpan mín.“ Hann kyssti á hnakkann á henni og sagði skömmustulegur:“ Ég var líka í vondu skapi, það skal ég 3Ö

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.