Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 40
Bergmál --------------------
að honum finnist hún aðlaðandi,
þá má vel vera, að sú hin sama
tæki það upp hjá sjálfri sér, að
fara í fínan náttkjól.“
„Þú mátt ekki stöðugt vænta
viðkvæmnislegra yfirlýsinga í
rómantízkum stíl frá mannin-
um þínum. Við erum nú heldur
ekki beinlínis nýgift lengur. Og
auk þess ert þú ung stúlka, og
ungar stúlkur eiga að vera töfr-
andi í útliti.“
„En karlmennirnir eiga ekki
að gera neitt til þess að konum
þeirra finnist þeir vera aðlað-
andi, eða hvað? Veiztu annars
hvernig þú lítur út sjálfur í
þessum náttfötum?“
Ekkert svar.
Sá, sem verður ástfanginn af sjálf-
um sér, eignast enga keppinauta.
★
Frúin: „Hvað eigum við nú að gera,
Jón minn? Kjötkaupmaðurinn neitar
að lána okkur meira.“
Jón: „Við gerumst grænmetisætur."
★
Skemmtanalífið er aðal-hamingja
þeirra manna, sem ekki hugsa.
★
Það er auðvelt að færa rök fyrir því,
að aðrir ættu að vera þolinmóðir.
★
--------------------— Apríl
„Nú ert þú móðgaður, ekki
satt?“
„Hættu elskan. Ég gefst upp.
Ég veit hvenær ég er yfirunn-
inn. En mér fannst þetta nú dá-
lítið grimmdarlegt af þér.“
Libby þrýsti sér iðrandi upp
að honum.
„Ég sagði þetta ekki í alvöru.“
„Það getur verið, en þetta var
samt alveg rétt hjá þér,“ sagði
Hank og brosti. „Frá og með
deginum á morgun ætla ég að
vera svo nærgætinn og elsku-
legur, að þér ofbjóði.“
Libby hló ánægjulega. Svo
muldraði hún: „Geymið aldrei
til morguns ... “
Og þannig endaði það.
Ef þú ert reiður, teldu þá ^upp að
fjórum, og ef þú ert mjög reiður, þá
ættirðu að bölva, eða svo sagði Mark
Twain að minnsta kosti.
★ .
Þjóðfélagið væri fullkomið, ef allar
konur væru giftar og allir karlmenn
piparsveinar.
★
Sumir menn eru með pólítúr, sem
auðveldlega þvæst af með dálitlum
vínanda.
★
Kímnigáfa konu eyðileggur margt
rómantískt ævintýri. — (Oscar Wilde).
38