Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 44

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 44
Bergmál --------------------- leit flóttalega í kringum sig og forðaðist að líta framan í mig. Svo laumaðist hún út til þess að snyrta sig. Nokkrum mínútum síðar komst þú inn um hliðar- dyr og reyndir að vera kæru- leysislegur á svip. Þú leizt ekki til mín, fyrr en síðar, er dans- aður var hringdans, og þá sagðir þú eitthvað við mig, sem átti að vera fyndið „höfum við tvö ekki sézt einhvern tíma fyrr?“ eða eitthvað því líkt. Ef til vill hefði það verið bezt, að ég hefði talað út við þig strax þetta kvöld, svo að ég hefði vitað hvar ég stóð. Og vafalaust hefði það að minnsta kosti verið betra, ef ég hefði sagt Edyth þetta kvöld á heim- leiðinni, hvers virði við vorum hvort öðru. En ég óttaðist það, að mér myndi ekki takast að tala rólega og blátt áfram um það við hana, og án þess að ásaka hana um leið. Og ég var of stolt til að vilja eiga það á hættu að lenda í orðasennu við hana. Við komumst því heim, og í rúmið, án þess að ég hefði svo mikið sem nefnt nafn þitt. Ég lá andvaka alla nóttina og hugs- aði um það hvers vegna líf mitt hefði skyndilega hrunið í rústir. Ef til vill hafði ég verið of viss ---------------------— Apríl um þig — og ást þína. Ef til vill hafði ég haldið, að ég væri eina konan í öllum heiminum, sem væri við þitt hæfi. Ég hafði gleymt því, að til væru konur, eins og Edyth frænka mín. En, hvers vegna hafði hún ekki valið einhvern annan en einmitt þig, til að hengja sig utan í? Átti ég að trúa því, að Edyth væri svo kæn, að hún gæti snúið á okkur bæði, eða var hún að- eins skálkaskjól, sem þú notaðir til þess að sýna mér að þú værir orðinn leiður á mér? Eða, vor- um við kannski báðar aðeins númer í langri röð ástmeyja þinna, — röð, sem héldi áfram að stækka og stækka? En hvað það var annars heimskulegt að rifja þetta allt- saman upp, á meðan ég sat og kramdi bréfið þitt í hendinni. Það var orðið svo langt síðan þú skrifaðir mér síðast. Það var stuttu eftir að Edyth kom. Var þér þá orðið sama um mig? En hvað um það, nú ert þú byrjaður að skrifa mér á ný, og ég þarf ekki að harma það vegna samvizkubits gagnvart Edyth. Hún er á förum og þá verður allt eins og það áður var. Við munum gleyma því, að hún hafi verið til. Ég lofa því, að ég skal aldrei láta þig gjalda 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.