Bergmál - 01.04.1954, Side 45

Bergmál - 01.04.1954, Side 45
1 954 ------------------------- þess, að ég hefi liðið sálarkvalir þennan tíma. Þú gleymir henni áreiðanlega fljótt, og aldrei skal ég verða til að minna þig á hana. Ég hrann af þrá eftir að lesa bréfið þitt og einmitt þess vegna las ég hin bréfin fyrst. Hvít, venjuleg umslög, leiðin- leg. Einn reikningur. Heimboð. Eitt umburðarbréf frá ein- hverju þvottahúsi. Tilkynning um afborgun af tryggingu. Já, ég las þau öll fyrst. Því næst dró ég bréfið þitt upp úr vas- anum og reif það upp, með titr- andi höndum. Umslagið féll á gólfið ásamt hinum bréfunum, en ég skeytti því engu. Ég drakk í mig með augunum hvert orð, sem þú hafðir skrifað. Þú byrjaðir álveg eins og þú ert vanur, eða, án þess að hafa nokkur inngangsorð, einna lík- ast því að þú værir að halda áfram samtali við náinn vin. — — Svo las ég------: „Það er erfiðara fyrir mig að skrifa þetta bréf, en nokk- urt annað bréf, sem ég hefi orðið að skrifa um dagana, en í raun og veru er það þín sök, því að þú gerir mér erf- ---------------- Bergmál itt fyrir. Hvernig á ég að geta gert þér skiljanlegt, það sem ég vil segja, án þess að særa þig, og jafnframt hafa það á tilfinningunni að ég sé ó- menni? Slíkt er víst ekki á mínu valdi. En á hinn bóginn væri óhugsandi að gera sér ekki ljósar staðreyndirnar, og láta sem allt sé í bezta gengi á milli okkar. Það er sagt að engan saki það, sem hann ekki veit, en því lengur sem maðurinn býr við slíkt, því erfiðara er að heyra sann- leikann. Og nú uni ég því ekki lengur, að geta ekki talað út. Þú tókst mig of alvarlega. Það var mér Ijóst, þegar frá upphafi, en mér tókst ekki að fá þig til að skilja það. Þú veizt að þær tilfinningar, sem ég kann að hafa borið í brjósti til þín í fyrstu, eru nú orðn- ar svo máðar, að þeirra gæt- ir vart lengur. Og það er varla mögulegt annað en að þú vit- ir nú hver það er, sem ég elska í raun og veru. Viltu ekki reyna að skilja það? Þá væri þetta margfallt léttara fyrir okkur bæði. Þú skalt ekki vera að svara þessu bréfi, og reyndu heldur ekki að hitta mig. Þetta verður að vera síðasta kveðjan. — 43

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.