Bergmál - 01.04.1954, Side 56

Bergmál - 01.04.1954, Side 56
VÖKU- DRAUMAR Skáldsaga eftir Peter Burnham ÞAO, SEM ÁÐUR ER KOMIÐ AF SÖGUNNI: Biddy og Maureen hafa misst foreldha sína í bílslysi fyrir nokkrum ár- um. Biddy, sem er eldri gengur eftir það Maureen systur sinni í foreldra- stað og heldur heimilinu við. Hún vinnur við húsverk á kvöldin hjá rik- asta kaupmanni borgarinnar, hinum hálf-lamaða og aldurhnigna Símoni Fletcher. Gamli maðurinn hefir tekið ástfóstri við Biddy, kaupir handa henni samkvæmisfatnað og sendir hana á árshátíð starfsfólksins í Fletcher- verzlununum í fylgd með dóttursyni sínum, Nick Fletcher. Á dansleikn- um lendir Biddy í illdeilum við dömu, sem Nick hafði verið búinn að bjóða með sér, Stellu Grange. — Nokkrum dögum eftir dansleikinn kemur Biddy að Símoni gamla Fletcher liggjandi neðan við stiga í húsi sínu og andast hann í örmum hennar. Biddy hafði þótzt heyra fótatak á gang- inum ofan við stigann, er hún kom að gamla manninum deyjandi, en segir lögreglunni ekki frá því, vegna þess að hún hafði ástæðu til að halda, að Maureen systir hennar hefði viljað gamla manninn feigan. — Þegar hér er komið sögu, er verið að lesa erfðaskrána. Hann fór höndum um skjölin, sem lágu framan við hann á borð- inu og sléttaði leðrið á handtösku sinni. Augu hans hvörfluðu til Nich Fletchers, sem sat þögull við enda borðsins. Afi yðar endursamdi þessa erfðaskrá tveim dögum fyrir slysið, herra Fletcher,“ sagði hann, eins og hann væri að búa hann undir vonbrigði. 54

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.