Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 57

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 57
1 954 --------------------------------------------- Bergmál Hann tók á ný til við lestur erfðaskrár Símonar Fletchers. „Ungfrú Biddy Mason, ánafna ég eitt þúsund sterlingspund, sem eiga að greiðast strax,“ las hann. Biddy sundlaði, er hún heyrði þetta. Eitt þúsund sterlingspund. Það var ekkert smáræði. Hún væri bara orðin forrík. Hún gat vart trúað eigin eyrum. Lögfræðingurinn ræskti sig fyrirmannlega. „Dótturson minn, Nicholas Fletcher arfleiði ég að heilræði. En hann hefir ætíð þverskallast við að hlusta á heilræði mín,“ las lög- fræðingurinn hægt og gætilega. „Og auk þess geri ég hann hér með að einkaerfingja að öllum mínum ótöldum eignum. Með einu skil- yrði, en í því skilyrði felst heilræði mitt. — Skilyrðið er það, að hann hafi áður en ár er liðið frá dauða mínum gengið að eiga ung- frú Biddy Mason, en til hennar ber ég hið fyllsta traust. En ef hann ekki uppfyllir þetta skilyrði og lætur undir höfuð leggjast að kvæn- ast Biddy innan tilskilins tíma, þá arfleiði ég hana, að öllu mínu ótöldu lausafé, sem og fasteignum og öllu öðru sem mín eign er — Biddy drap titlinga, eins og hún hefði fengið ofbirtu í augun. Dauðaþögn ríkti í stofunni góða stund. Lögfræðingur myndi alls ekki leyfa sér þá ósvífni að skopast að fólki á þvílíkri stundu, annars myndi Biddy helzt hafa ímyndað sér að þetta ætti að vera skop, og það mjög ósmekklegt og óviðeigandi skop af hálfu herra Ormans. — Er hann nú braut saman blöð sín, hafði skrjáfið svipuð áhrif og skyndilega hafði lostið niður eldingu mitt á meðal þeirra. Biddy þorði ekki að líta í áttina til Nicks Flet- cher. Henni fannst það smánarlegt, að hún væri þannig notuð sem agn gégn honum. Hvað hafði gamli maðurinn eiginlega verið að hugsa? Hafði hann raunverulega lesið í hug hennar og séð hvað hún hugsaði er hún sá Nick. En ef að hann hafði raunverulega séð í hug hennar, þá hafði hann samt áreiðanlega valið alranga aðferð til að reyna að hjálpa henni við að láta vökudrauma hennar rætast. „Þetta er hlægileg fjarstæða,“ sagði hún eins og ringluð. Ég trúi því ekki að herra Fletcher hafi sett þetta skilyrði í erfðaskrá sína.“ „Ég get fullvissað yður um, að þetta skjal er fullkomlega lögleg erfðaskrá,“ sagði lögfræðingurinn þurrlega. Nick Fletcher hló, stuttum, hörkulegum kuldahlátri. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.