Bergmál - 01.04.1954, Page 61
1954
B E R G M Á L
alveg eftir gamla manninum, að reyna að hafa áhrif á líf annarra,
jafnvel eftir dauða sinn?“
„Hann treysti því, að þér mynduð hafa þroskandi og bætandi
áhrif á dótturson sinn, því megið þér ekki gleyma,“ sagði lögfræð-
ingurinn.
„Er enginn, — alls enginn möguleiki á að fara í kring um þetta
ákvæði?“ spurði hún, eins og í bænarróm.
„Hvað ætti ég að gera með alla þessa peninga og allár þessar
eignir? Þetta er ekki mitt í raun og veru — þetta er ekki sann-
gjarnt.“
Herra Orman leyfði sér að brosa lítið eitt.
„Ef til vill verður það ekki yðar eign, ungfrú Mason,“ sagði hann.
„Nick Fletcher gæti gifzt yður.“
Þetta var auðvitað hárrétt. Hann gat fundið upp á því að giftast
henni eingöngu til þess að klófesta arfinn, enda þótt hann elskaði
hana ekki. Hún var sannarlega í klípu. En ástríkt og óflekkað hjarta
hennar myndi þjást, ef hún giftist honum, þá gæti hann álitið að
ef hún aftur á móti neitaði að giftast honum, þá gæti hann álitið að
það væri vegna þess, að hún vildi halda öllum auðnum og eign-
unum handa sjálfri sér.
Lögfræðingurinn kvaddi og fór, en Biddy fannst hún þarfnast
ráða gömlu frú Andrews og hélt því niður í eldhúsið, þar sem
gamla konan var að fægja silfurmuni.
„Mér geðjast alls ekki að þessu, frú Andrews,“ sagði Biddy.
„Ég þykist skilja tilfinningar yðar til fullnustu,11 sagði.frú And-
rews og leit rannsakandi til hennar. „Þér eruð ástfangin af Nick
Fletcher, ekki satt?“
Roðinn þaut fram í kinnar Biddy, en samt hló hún og reyndi að
láta svo, sem þetta væri hin mesta fjarstæða. „Ég ástfangin?11 hróp-
aði hún. „Auðvitað ekki, frú Andrews-----“.
„Þér getið ekki slegið ryki í augun á mér, Biddy. Ég veit hvað ég
syng,“ sagði gamla konan íbyggin. „Þér yrðuð Nick betri eiginkona
en Stella Grange, og það vissi herra Fletcher heitinn. En vitanlega
á ekki Nick sjálfur alla sök á því hvernig hann er. Gamli maðurinn
spillti honum í uppvextinum. Hann er í raun og veru bezti piltur,
59