Bergmál - 01.04.1954, Side 64

Bergmál - 01.04.1954, Side 64
B E R G M Á L ------------------------------------------ AprÍl skammarlega kinnhesti. Hendur hennar titruðu er hún gekk í átt- ina til Nicks með glösin og flöskuna. „Þetta er skammarlegt,“ sagði hún reiðilega. „Þú getur vitanlega látið ógilda þessa erfðaskrá?“ „Það er algjörlega útilokað,“ svaraði hann hörkulega. „Gamli maðurinn kom í veg fyrir það. Hann lét tvo sérfræðinga í geðsjúk- dómum gefa sér vottorð um að hann væri heilbrigður andlega, þeg- ar hann skrifaði undir. — Hann var enginn heimskingi, karlinn.“ „En þú getur ekki kingt þessu, þegjandi og hljóðalaust,“ sagði Stella hvasst. „Þessi stelpa hafði ótilhlýðileg áhrif á hann, það eitt er víst. Það sá hver maður, sem var á dansleiknum og vissi að hann hafði dubbað hana upp. Og ég er viss um, að hún hefir vitað hvern- ig erfðaskráin var. Systir hennar vinnur í skrifstofunni hjá Orman & Clark.“ Einhver óeðlilegur glampi var kominn í augu Stellu. „Nick, skilurðu ekki samhengið í þessu öllu saman?“ hrópaði hún. „Auðvitað vissi hún hvernig erfðaskráin var. Mér hefir reynd- ar alltaf fundist eitthvað dularfullt við andlát afa þíns. Það var hún, sem kom að honum, ekki satt? Eða, hún sagði að minnsta kosti, að hún hefði komið að honum neðan við stigann. — Vafalaust hefir hún hrint honum niður stigann.“ Hann leit snögglega til hennar. „Þér getur ekki verið alvara, Stella? Segðu að svo sé ekki,“ sagði hann. „Ég myndi ekki neita að trúa því á hana,“ sagði hún snöggt. Hann þagði góða stund og horfði hugsandi fram fyrir sig. „Nei,“ sagði hann að lokum. „Við skulum vera sanngjörn. Ég er sannfærður um að stúlkan vissi ekki hvernig erfðaskráin var. Það kom henni jafnmikið á óvart eins og mér.“ Hið laglega andlit Stellu var ennþá illgirnislegt. „Það má vera að henni taki^t að blekkja þig, Nick. En mig gæti hún aldrei blekkt,“ sagði hún. „Og mánaðarpeningar þínir hverfa náttúrlega úr sögunni?“ Hann kinkaði kolli, þungbúinn á svip. „Það hlýtur að vera hægt að fara í kring um þetta, Nick,“ sagði hún og hleypti brúnum. „Hversu mikið heldurðu að ég geti unnið mér inn, sem sendi- 62

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.