Bergmál - 01.04.1954, Síða 65

Bergmál - 01.04.1954, Síða 65
1 954 ---------------------------------------------- BergmAl sveinn?“ spurði hann og glotti á sinn sérstæða glettnislega hátt. „Ég er bæði frískur og sprækur og hlýt að geta komið mér innundir hvar sem er, því að ég get sett upp alúðarsvip, eins og aðrir setja á sig grímu.“ Hún kom til'hans, hallaði sér að honum í stólnum og leit í augu hans. „Heldur þú, að ég gæti þolað, að þú ynnir fyrir þér á þann hátt, Nick?“ spurði hún sljórri röddu. Hann þrýsti henni að sér. Þessi stúlka hafði töfravald yfir hon- um, er hún lagði hendurnar um hálsinn á honum og kyssti varir hans. „Ég sleppi þér aldrei,“ sagði hún blíðlega, og bætti svo við, en bar óvenju hratt á: „Þú gætir gifzt þessari stelpu. — Nei, horfðu ekki svona á mig, Nick. Ég er ekki geðbiluð. Þú gætir gifzt henni, aðeins til þess að klófesta eignirnar^að yrði nokkurs konar kaupsamningur. Og þú og ég gætum samt verið hvort öðru—það — það, sem við vildum, ekki satt? Hvað gerði það til, þótt þú værir að nafninu til bundinn annarri? Við tilheyrum hvort öðru, þú og ég, og eigurnar eru að réttu lagi þínar, hvort sem er. Þessi stelpu-skjáta myndi skríða í duftinu aðeins til að fá að kyssa skóþvengi þína?“ „Heldurðu það? Heldur þú að Biddy myndi gera það?“ Hann horfði forvitnisléga á hana. „Ég leyfi mér að efast um það.“ Stella spilaði á borðplötuna með fingrunum. Hún óskaði þess með sjálfri sér, að hún gæti hugsað skýrt — það hafði ekki verið auðvelt að hugsa í samhengi, síðustu dagana. „Við skulum ekki rasa að neinu, elskan,“ sagði hún blíðlega og varð bæði þjál og auðmjúk í faðmi hans, er hann tók untan um hana og kyssti hana á ný. En hugur hennar var samt í uppnámi. Það varð að vera einhver möguleiki á, að fara í kring um þessa erfðaskrá gamla Símonar Fletchers. Annars myndi hæðnishlátur hans sífellt hljóma í eyr- um hennar, handan yfir gröf og dauða. 63

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.