Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 67
Amerískar gamansögur
Einu sinni fengu allir krakkarnir í
hverfinu að fara á námskeið. Og það
var það eina, sem púður var í, því að
ef maður fékk ekki að fara á nám-
skeið eins og öll hin, þá var maður
bara núll og nix í hópnum. Þess vegna
skældi Anna litla alveg undir drep, af
því að hún fékk ekki að fara á nám-
skeið.
Þegar Anna hafði grátið lengi, lengi,
sagði mamma hennar: „Anna mín, ef
þú hættir þessum skælum, þá skaltu
fá að fara á námskeið.“ Nú varð Anna
litla óskaplega glöð og fór að brjóta
heilann um það á hvaða námskeið hún
ætti að fara. Og þegar hún hafði hugs-
að sig um lengi, lengi. Þá ákvað hún
að taka námskeið í fallhlífarstökki.
Svo að Anna litla fór nú að æfa og
æfa alveg undir drep, og þegar hún
hafði æft sig lengi, lengi, þá kom að
því, að hún varð að sýna hvað hún
gat, því að þegar maður hefir verið á
námskeiði, er maður eiginlega til-
neyddur að sýna hvað maður getur.
Nú, — nú, — svo kom fólk að úr
öllum áttum til þess að sjá Önnu litlu
stökkva með fallhlíf. Og hún flaug
hátt, hátt upp í loftið í flugvélinni og
bjó sig því næst undir að stökkva út.
Hún horfði niður til jarðarinnar og
sá allt fólkið, sem horði upp í loftið og
svo stökk hún út. En á leiðinni niður
hló hún og hló alveg undir drep, því
að nú hafði hún platað fólkið laglega.
Hún hafði ekki fallhlífina á sér.
—o—
Einu sinni villtist Anna litla á eyði-
eyju. Allt í einu slógu svartar mann-
ætur hring um hana og tóku hana til
fanga. Þeir bundu hana fasta við eitt
tréð og kveiktu svo upp, undir stóra
pottinum sínum. Anna litla sá það, að
þeir ætluðu að búa til kjötkássu úr
henni, svo að hún fór að drepa tímann
með því að telja þessar grindhoruðu
og banhungruðu mannætur. Þetta voru
nítján manns. Þá fór Anna litla að
skellihlæja, og hló og hló alveg undir
drep, því að hún vissi, að hún var
ekki nógu stór til þess að allir gætu
bragðað á kjötkássunni.
—o—
Kvöldið eftir sat Anna litla hjá kær-
astanum sínum í sófanum, þegar ör-
yggin biluðu skyndilega og ljósin
slokknuðu. „Oj, bara, en hvað það er
dimmt,“ sagði kærastinn hennar Önnu
litlu. „Ég sé ekki einu sinni hendina á
mér framan við andlitið á mér.“ Þá
hló Anna litla alveg undir drep, því
að hún vissi allan tímann að hann
hafði hvoruga hendina framan við
andlitið.
—o—
Einu sinni sat Anna litla og lék sér
að eldspýtum. „Heyrðu góða mín, þetta
ættir þú ekki að gera,“ sagði mamma
hennar. En Anna litla var skrambi ó-
þekk, svo að hún hélt bara áfram að
leika sér að eldspýtunum og eftir
nokkra stund kveikti hún í húsinu,
svo að það brann til kaldra kola. —
Mamma og Anna litla stóðu á eftir og
horfðu á öskuhauginn og mamma
sagði: „Hana-nú, sagði ég ekki, að
svona myndi fara? Bíddu bara þang-
að til pabbi þinn kemur heim, þá
færðu áreiðanlega að sjá í tvo heim-
ana.“ En nú skellti Anna litla upp úr
og hló og hló alveg undir drep. Hún
vissi allan tímann, að pabbi hennar
hafði komið heim klukkutíma áður en
kviknaði í húsinu og lagt sig inni í
svefnherbergi.
—o—
Bróðir Önnu litlu var einn af þess-
um föstu viðskiptavinum tugthúsanna.
Einu sinni þegar hann hafði setið inni
í þrjú ár, þá brauzt hann út. Löggan
leitaði og leitaði að honum alveg und-
ir drep, en hvergi fannst hann. Þegar
mánuður var liðinn ákvað löggan að
setja blóðhunda á sporið. Þá fór Anna
litla að hlæja og hló og hló alveg und-
ir drep, því að hún vissi allan tímann,
að bróðir hennar þjáðist af blóðleysi.
—o—