Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 14

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 14
B E R G M Á L með hægð: „Nú, þannig er því varið. Skilurðu það ekki elskan, skilurðu það ekki, þannig er það.“ Það mátti greinilega kenna undrunar í röddinni. ,,Hún hefur verið að undirbúa þetta kvöld í fjörutíu ár, beðið eftir honum, aðeins til þess að geta hefnt sín, náð sér niðri á honum. Svo þegar Sylvia fann ljósmyndina og sá, að hún hafði verið tætt sundur á grimmdar- legan hátt og skildist það að frú Porter var allt önnur en sú, sem hún hafði álitið hana vera, að hin svokallaða rómantík í þess- ari löngu bið hennar átti ekk- ert skylt við neitt slíkt. Hún hefði getað komið í veg fyrir allar ráðagerðir frú Porter á síðustu mínútu." „En henni tókst það ekki, sjáðu hversu það endaði,“ bætti ég við, en jafnvel um leið og ég sagði þessi orð þá hafði ég það á tilfinningunni, að ekki hefði sézt fyrir endann ennþá, hann væri enn ókominn. Bill tók utan um handlegginn á mér. „Komdu með mér,“ sagði hann. „Við verðum að flýta okkur heim að húsinu.“ Það var dimmt framan við -------------- September dyrnar að danssalnum. Howard gekk hægt í áttina að dyrunum. „Howard, farðu varlega,“ hróp- aði Fira. „Lögreglan kemur þá og þegar. Bíddu.“ En Howard hélt áfram inn að þröskuldinum, færði sig svolítið inn fyrir hann og andartaki síðar hafði hann kveikt á öllum ljósakrónunum í danssalnum, svo að salurinn var baðaður í Ijósi, en í innsta enda salarins sat maður hálf- boginn framan við stóra, hvíta píanóið. Nú sneri hann sér við og horfði á okkur öll, næstum kæruleysislega. . Nei, nei, hugsaði ég með sjálfri mér, þetta getur ekki verið Vance Porter. Vance, sem átti að vera svo fallegur og að- laðandi, að það var enn haft á orði, og töfravald hans átti að hafa verið svo takmarkalaust, að það hefði stjórnað og að lokum eyðilagt líf konunnar, sem nú lá dáin inni í fallegu setustof- unni. Þessi maður sem ég sá hér fyrir framan mig var skorpinn, skininn og hrumur, gamall mað- ur, tekinn <í andliti með titrandi hendur, sem nú lágu ofan á hnjánum á honum, en augun lýstu þrjózku og hálfgerðri grimmd. „Hver eruð þér?“ sagði hann 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.