Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 63
B E R G M Á L
1 9 57 -------------------------
hún. Hutton hafði þá boðizt til
að sækja það sjálfur. Hann hafði
farið einn. Ungfrú Spence — æ,
hann mundi eftir storminum og
hvítu, spenntu andlitinu! Hræði-
legt! — Ungfrú Spence stað-
festi frásögn Klöru og bætti því
við, að Hutton hefði komið með
meðalið í glasi, en ekki í flösk-
unni.
Hutton var ekki lengur reiður.
Hann varð mjög miður sín,
skelfdur. Þetta var of furðulegt
til að hægt værí að taka það al-
varlega, og samt var þessi mar-
tröð staðreynd — og áþreifan-
leg.
M’Nab hafði oft séð þau kyss-
ast. Hann hafði ékið þeim dag-
inn sem frú Hutton dó. Hann sá
spegilmynd þeirra í framrúð-
unni og stundum sá hann þau
líka útundan sér.
Réttarrannsókninni var frest-
að. Það kvöld var Doris með
höfuðverk. Þegar hann kom inn
til hennar eftir kvöldmatinn var
hún grátandi.
„Hvað er að,“ hann settist á
rúmstokk hennar og strauk hár
hennar. Langan tíma svaraði
rún engu og hann hélt áfram að
strjúka hár hennar sjálfkrafa
— næstum óafvitandi. Annað
slagið beygði hann sig meira að
segja niður og kyssti nakta öxl
hennar. En hann hafði nóg á
sinni könnu til að hugsa um.
Hvað hafði gerzt? Hvernig stóð
á því, að þessar heimskulegu
gróusögur voru allt í einu orðnar
að sannleika. Emily hafði dáið
af arsénikeitrun. Það var furðu-
legt, fráleitt. Eðlilegt orsaka-
samband hlutanna var rofið og'
hann var ofurseldur ringulreið.
Hvað hafði gerzt og hvað mundi
gerast? Hann var skyndilega
truflaður í hugsunum sínum.
„Það er mér að kenna — það
er mér að kenna,“ kjökraði
Doris. „Ég héfði ekki átt að elska
þig; ég hefði ekki átt að láta þig
elska mig. Hvers vegna fæddist
ég í þennan heim?“
Hutton sagði ekki neitt, en
horfði þegjandi á stúlkuna þar
sem hún lá í örvæntingu sinni.
„Ef þeir gera þér eitthvað,
drep ég mig.“
Hún settist upp, hélt honum
frá sér með beinum handlegg og
horfði á hann með eins konar
grimmd, eins og hún ætti ekki
oftar eftir að líta hann augum.
„Ég elska þig, elska þig, elska
þig.“ Hún dró hann að sér án
mótstöðu af hans hendi, greip
fast um hann og þrýsti sér að
honum. „Ég vissi ekki, kiðling-
61