Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 41

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 41
1957 bergi sem hafði truflandi, óþægi- leg áhrif á mig. Ég reyndi að hrista þessa ónotatilfinningu af mér og ákvað að gera kerfis- bundna rannsókn á öllu her- berginu og hrekja á brott kynja- myndir hugmyndaflugsins með því að líta í hvern krók og kima og hvert skúmaskot, svo að eng- inn staður væri eftir til þess að réttlæta ugg minn. Öll dulmögn- uð myrkravöld, sem ennþá höfðu nokkurt tangarhald á hugar- ástandi mínu skyldu flæmd á brott. Eftir að ég hafði sann- fært mig um að dyrnar væru örugglega læstar fór ég að ganga hringinn í kring 1 herberginu, ég leit á bak við hvert einasta húsgagn, lyfti jafnvel upp rúm- fatnaðinum og dró gluggatjöld- in alveg frá hverjum einasta gluggaskansi. Á einum stað heyrðist greinilegt bergmál af fótataki rnínu, en annars virtist hvert hljóð af mínum völdum í þessu stóra herbergi kafna að nokkru leyti og fremur magna þögnina í þessum eyðistað. Ég athugaði hvern einasta glugga, hvort hann væri örugg- lega kræktur aftur, beygði mig inn yfir arineldinn, sem kveikt- ur hafði verið þarna fyrr um daginn og leit jafnvel upp eftir -------------------- B E R G M Á L stórum, víðum skorsteininum. Ég reyndi sem bezt ég gat að útiloka öll utanaðkomandi hug- hrif og líta raunsæjum vísinda- mannsaugum á hlutina, ég gekk aftur hringinn í kring í herberg- inu og klappaði á eikarveggina til þess að sannfæra mig um að hvergi væru leynigöng eða dyr í veggjunum. En áður en ég hafði gengið allan hringinn varð mér litið í spegil sem hékk á veggnum og veitti því athygli að ég var orðinn náfölur. Það voru tveir stórir speglar í herberginu og við hvorn þeirra stórir og miklir kertastjakar og í þeim kerti sem aðeins hafði verið kveikt á lítillega, ein- hverntíma löngu áður, og á arin- hillunni voru einnig kerti í kristalsstjökum. Ég kveikti á öllum þessum kertum einu eftir annað. Ég skaraði í arineldinn svo að það logaði glatt í honum, bæði til þess að fá meiri birtu í herbergið og einnig til þess að hlýja svolítið upp. Ég veitti því athygli að nóg brenni var í arn- inum til þess að logað gæti þar í heilan sólarhring. Þegar ég var orðinn ánægður með logann í arninum, sneri ég baki að hon- um og virti herbergið fyrir mér á ný. Svo dró ég þangað einn 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.