Bergmál - 01.09.1957, Page 41

Bergmál - 01.09.1957, Page 41
1957 bergi sem hafði truflandi, óþægi- leg áhrif á mig. Ég reyndi að hrista þessa ónotatilfinningu af mér og ákvað að gera kerfis- bundna rannsókn á öllu her- berginu og hrekja á brott kynja- myndir hugmyndaflugsins með því að líta í hvern krók og kima og hvert skúmaskot, svo að eng- inn staður væri eftir til þess að réttlæta ugg minn. Öll dulmögn- uð myrkravöld, sem ennþá höfðu nokkurt tangarhald á hugar- ástandi mínu skyldu flæmd á brott. Eftir að ég hafði sann- fært mig um að dyrnar væru örugglega læstar fór ég að ganga hringinn í kring 1 herberginu, ég leit á bak við hvert einasta húsgagn, lyfti jafnvel upp rúm- fatnaðinum og dró gluggatjöld- in alveg frá hverjum einasta gluggaskansi. Á einum stað heyrðist greinilegt bergmál af fótataki rnínu, en annars virtist hvert hljóð af mínum völdum í þessu stóra herbergi kafna að nokkru leyti og fremur magna þögnina í þessum eyðistað. Ég athugaði hvern einasta glugga, hvort hann væri örugg- lega kræktur aftur, beygði mig inn yfir arineldinn, sem kveikt- ur hafði verið þarna fyrr um daginn og leit jafnvel upp eftir -------------------- B E R G M Á L stórum, víðum skorsteininum. Ég reyndi sem bezt ég gat að útiloka öll utanaðkomandi hug- hrif og líta raunsæjum vísinda- mannsaugum á hlutina, ég gekk aftur hringinn í kring í herberg- inu og klappaði á eikarveggina til þess að sannfæra mig um að hvergi væru leynigöng eða dyr í veggjunum. En áður en ég hafði gengið allan hringinn varð mér litið í spegil sem hékk á veggnum og veitti því athygli að ég var orðinn náfölur. Það voru tveir stórir speglar í herberginu og við hvorn þeirra stórir og miklir kertastjakar og í þeim kerti sem aðeins hafði verið kveikt á lítillega, ein- hverntíma löngu áður, og á arin- hillunni voru einnig kerti í kristalsstjökum. Ég kveikti á öllum þessum kertum einu eftir annað. Ég skaraði í arineldinn svo að það logaði glatt í honum, bæði til þess að fá meiri birtu í herbergið og einnig til þess að hlýja svolítið upp. Ég veitti því athygli að nóg brenni var í arn- inum til þess að logað gæti þar í heilan sólarhring. Þegar ég var orðinn ánægður með logann í arninum, sneri ég baki að hon- um og virti herbergið fyrir mér á ný. Svo dró ég þangað einn 39

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.