Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 45

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 45
1 9 5 7 ---------------------- eldspýtustokknum er ég ætlaði að kveikja, loks tókst mér þó að kveikja á báðum kertunum á arinlhillunni, en í sama mund slokknaði á tveimur öðrum í hinum enda herbergisins, mér tókst þó með sömu eldspýtunni að kveikja á báðum stóru kert- unum við spegilinn og þeim sem stóðu á gólfinu næst dyrunum og í andartakinu virtist sem ég ynni fremur á í þessu kapp- hlaupi um að slökkva og kveikja. En skyndilega var eins og þessi skothríð ykist því að það slökkn- aði samtímis á fjórum kertum sem voru hvert í sínu horni her- bergisins. Ég kveikti á eldspýtu í flýti og stóð með hana logandi, en ég' vissi ekki hvar ég ætti að byrja að kveikja á ný. Meðan ég stóð svona óákveð- inn slökkti einhver ósýnileg hönd á tveimur kertunum á borðinu. Ég öskraði upp, bæði af reiði og ótta og flýtti mér út í skápinn og því næst út í hornið og síðast inn í gluggaskansinn og kveikti á þremur kertum, en á þeim tíma sem fór í það að kveikja á þeim, slokknaði á tveimur við arininn og þá flaug mér í hug fljótlegri aðferð við að kveikja. Ég kastaði eldspýt- unum á borðið og tók upp kerti ------------------ Bergmál hjá rúminu, þannig losnaði ég við að tefja mig á því að kveikja á nýrri og nýrri eldspýtu og not- aði nú eitt kerti sem logaði á til þess að kveikja á þeim, sem slokknaði á, en þrátt fyrir það, að nú væri ég fljótari og blátt áfram hlypi aftur og fram um herbergið til að kveikja á kert- unum, slokknaði á nýjum og nýjum kertum með enn meiri hraða og skuggarnir, myrkrið sem ég óttaðist og barðist gegn, fór að þrengja að mér meir og meir á aliar hliðar, fyrst vann það á hérna megin og svo nokk- uð hinumegin og brátt allt í kringum mig samtímis. Ég var nú orðinn hálf-óður af skelfingu svo mjög óttaðist ég myrkrið sem var að þrengjast að mér á allar hliðar, og ég missti nokk- urn veginn allt vald yfir sjálf- um mér. Ég þaut aftur og fram og var orðinn iafmóður af hlaup- unum frá einu kertinu til annars í vonlausri baráttu við að halda Ijósunum lifandi. Ég rakst á borðið og marði mig á lærinu. Rétt á eftir hljóp ég á stól svo að hann skall á hliðina, sjálfur hnaut ég við og féll áfram og dró borðdúkinn niður á gólf með mér er ég datt. Kertið sem ég hafði haldið á í 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.