Bergmál - 01.09.1957, Síða 45

Bergmál - 01.09.1957, Síða 45
1 9 5 7 ---------------------- eldspýtustokknum er ég ætlaði að kveikja, loks tókst mér þó að kveikja á báðum kertunum á arinlhillunni, en í sama mund slokknaði á tveimur öðrum í hinum enda herbergisins, mér tókst þó með sömu eldspýtunni að kveikja á báðum stóru kert- unum við spegilinn og þeim sem stóðu á gólfinu næst dyrunum og í andartakinu virtist sem ég ynni fremur á í þessu kapp- hlaupi um að slökkva og kveikja. En skyndilega var eins og þessi skothríð ykist því að það slökkn- aði samtímis á fjórum kertum sem voru hvert í sínu horni her- bergisins. Ég kveikti á eldspýtu í flýti og stóð með hana logandi, en ég' vissi ekki hvar ég ætti að byrja að kveikja á ný. Meðan ég stóð svona óákveð- inn slökkti einhver ósýnileg hönd á tveimur kertunum á borðinu. Ég öskraði upp, bæði af reiði og ótta og flýtti mér út í skápinn og því næst út í hornið og síðast inn í gluggaskansinn og kveikti á þremur kertum, en á þeim tíma sem fór í það að kveikja á þeim, slokknaði á tveimur við arininn og þá flaug mér í hug fljótlegri aðferð við að kveikja. Ég kastaði eldspýt- unum á borðið og tók upp kerti ------------------ Bergmál hjá rúminu, þannig losnaði ég við að tefja mig á því að kveikja á nýrri og nýrri eldspýtu og not- aði nú eitt kerti sem logaði á til þess að kveikja á þeim, sem slokknaði á, en þrátt fyrir það, að nú væri ég fljótari og blátt áfram hlypi aftur og fram um herbergið til að kveikja á kert- unum, slokknaði á nýjum og nýjum kertum með enn meiri hraða og skuggarnir, myrkrið sem ég óttaðist og barðist gegn, fór að þrengja að mér meir og meir á aliar hliðar, fyrst vann það á hérna megin og svo nokk- uð hinumegin og brátt allt í kringum mig samtímis. Ég var nú orðinn hálf-óður af skelfingu svo mjög óttaðist ég myrkrið sem var að þrengjast að mér á allar hliðar, og ég missti nokk- urn veginn allt vald yfir sjálf- um mér. Ég þaut aftur og fram og var orðinn iafmóður af hlaup- unum frá einu kertinu til annars í vonlausri baráttu við að halda Ijósunum lifandi. Ég rakst á borðið og marði mig á lærinu. Rétt á eftir hljóp ég á stól svo að hann skall á hliðina, sjálfur hnaut ég við og féll áfram og dró borðdúkinn niður á gólf með mér er ég datt. Kertið sem ég hafði haldið á í 48

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.