Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 21

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 21
Bergmál 1 9 5 7 ------------------------- nr. 215 sem hafði barizt um á hæl og hnakka í fangaklefa sín- um og öskrað svo undir tók í íangelsinu með ákalli til konu sinnar og barna gerðist nú þög- ull og' sýndi hina mestu still- ingu, er hann var sóttur til yfir- heyrslu. Ceraso sagði mér frá því, að næstum hver einn einasti fanganna hefði beðið að senda til sín rakara eftir að þeir höfðu haft viðtal við yfirhershöfðingj- ann og allir báðu um greiðu og sápu. Fangaverðirnir fóru að raka sig daglega og reyndu jafn- vel að tala hreina ítölsku í stað- inn fyrir neapelsku eða Sikil- eyisku eða aðrar mállýzkur sem maður hafði heyrt undanfarið, jafnvel Miiller muldraði viður- kenningarorð er hann kom í eftirlitsferð, viðurkenningarorð yfir hinni almennu framför, í auknum aga og virðulegri fram- komu fanganna. En beztu fregnirnar af öllu voru þær, að játningarverk- smiðjan gat nú ekki lengur kvalið neinar játningar út úr föngunum. Fangarnir virtust allir hafa tekið sig saman um það að beita þrjózkufullri þögn. Della Rovere hershöfðingi veitti þeim af nægtabrunni hugrekkis síns krafta til þess að standast hvað sem var ■ og hann veitti þeim ómetanlegar ráðlggingar byggðar á hans eigin reynslu þann tíma sem hann hafði setið í fangelsinu. —• „Lang-hættulegasti tími dagsins er snemma kvöldsins,“' sagði hann við meðfanga sína tit acivörunar. „Löngunin ein til þess að verða sljór gæti kom- ið ykkur til að játa.“ — Eða, — „við skulið ekki stara á veggina. Lokið augunum öðru hverju og þá fá veggirnir ekki það vald sem þeir virðast hafa til að kæfa ykkur.“ Hann veitti þeim ofaní- gjöf fyrir það að vanrækja útlit sitt. „Snyrtimennskan styrkir siðferðið.11 Hann vissi það að ýms hernaðarleg formsatriði, sem þeir veittu athygli í fari hans, jók stolt þeirra og styrk, og hann var óþreytandi í að minna þá á skyldu þeirra gagn- •vart Ítalíu. Einhver varð til þess að spyrja hann með mestu varúð hvernig hann sjálfur hefði brugðizt við er hann var yfirheyrður. Yfir- hershöfðinginn hló. „Ég var yfir- heyrður af hinum gamla vini mínum, Kesselring marskálki," sagði hann. „Mín aðstaða var mjög auðveld, hann vissi fyrir allt sem hægt var að vita, — 19 —
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.