Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 22
B E R G M Á L
hvernig ég var af tilviljun
staddur á brezkum kafbát, þeg-
ar ég var handtekinn. „Treyst-
irðu Bretunum í raun og veru?“
hafði Kesselring spurt.
„Því ekki það?“ hafði yfir-
herShöfðinginn svaraðj „við
treystum jafnvel Þjóðverjum á
sínum tíma.“ Yfirhershöfðing-
inn virtist 'hafa mestu ánægju af
því að minnast þessa fundar
síns með Kesselring.
Að nokkrum tíma liðnum
breyddist sá orðrómur út um
fangelsið að yfirhershöfðinginn
væri í raun og veru þýzkur
njósnari. Njósnari sem Þjóð-
verjarnir hefðu sett þarna inn í
íangelsið undir fölsku yfirskini.
Itölsku fangaverðirnir voru sam-
mála um það, að einhver tak-
mörk yrðu að vera fyrir þeirri
auðmýkingu sem þeir yrðu að
þola, enda þótt þetta væru menn
sem hefðu verið aldir upp í hin-
um gömlu herdeildum Musso-
linis. Þeir komu sér saman um
það sín á milli, að þeir skyldu
halda strangan vörð um yfir-
hershöfðingj ann nótt sem nýtan
dag. Ef svo reyndist, að hann
væri í raun og veru njósnari og
gengi þarna undir fölsku nafni,
þá voru þeir ákveðnir í því að
kyrkja hann.
---------------- S E P T E M U E R
Morguninn eftir að þeir höfðu
tekið þessa ákvörðun sína tók
Della Rovere á móti fanga núm-
er 203, en það var major, sem
gert var ráð fyrir að vissi miklu
meira en flestir aðrir fangar og
sem vitað var að Þjóðverjarnir
höfðu ekki getað veitt neinar
upplýsingar upp úr. Ceraso
fangavörður húkti fyrir framan
klefadyrnar og aðrir ítalskir
íangaverðir fylgdust með hon-
um skammt frá.
„Þér munið verða að þola
hinar ægilegustu pyntingar,"
heyrðu þeir að yfirhershöfðing-
inn sagði við majorinn. „Þér
megið ekkert játa, þér verðið að
halda huga yðar alveg hreinum
og neyða sjálfa yður til að trúa
því að þér vitið alls ekki neitt,
jafnvel það að hugsa um einhver
leyndarmál, sem að þér kunnið
að búa yfir, gæti orðið til þess
að þau kæmu ósjálfrátt fram á
varir yðar.“ Majorinn hlustaði
á þetta öskugrár í andliti og
þegar yfirhershöfðinginn hafði
sagt þetta við hann bætti hann
við því sama og hann hafði sagt
við mig. „Ef þeir þrátt fyrir allt
neyða yður til að segja eitthvað,
þá segið þeim aðeins að þér
hafið ekki gert neitt nema það
sem ég hafi skipað yður fyrir.“
20