Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 64

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 64
BKRGMÁL--------------------- ur, að þú elskaðir mig svona heitt. En hvers vegna gerðirðu það — hvers vegna gerðirðu það?“ Hutton losaði sig úr faðmi hennar og stóð á fætur. Hann varð mjög rauður í andliti. „Þú virðist telja víst að ég hafi myrt konuna mína,“ sagði hann. „Þetta er fáránlegt. Hvað haldið þið að ég sé? Kvikmyndahetja?" Hann var að missa stjórn á skapi sínu. Öll sú skelfing, vonbrigði og örvænting sem hann hafði orðið að þola fyrr um daginn sameinaðist á þessari stundu í hatur á henni. „Þetta er allt saman ein svívirðileg endileysa. Hefurðu enga hugmynd um sál- arlíf siðmenntaðra manna? Sýn- ist þér ég líta út eins og maður sem gengur um og drepur fólk? Ég býst við að þú ímyndir þér að ég hafi verið svo frá mér af ást á þér að ég gæti gert hvaða vitleysu sem væri. Hvenær er hægt að koma kvenfólki í skiln- ing um að karlmenn ganga ekki af vitinu af ást einni saman? Allt sem ég krefst, er að hafa frið, en það getið þið aldrei skilið og aldrei leyft mér. Ég veit ekki, hvers vegna í fjand- anum ég var að giftast þér. Ég gerði það bara af stráksskap, ------------- September hreinræktað asnastykki. Og svo heldurðu að ég sé morðingi. Ég þoli þetta ekki lengur!“ Hutton skundaði til dyra. Hann hafði sagt hræðileg orð — hann vissi það vel — ljót orð sem hann ætti að taka til baka hið fyrsta. En hann ætlaði ekki að gera það. Hann lokaði dyrunum að baki sér. „Kiðlingur!“ Dyrnar smullu í lás. „Kiðlingur.“ Röddin sem hann heyrði gegnum lokaðar dyrnar var þrungin örvæntingu. Ætti hann að snúa við? Honum bar að snúa við. Hann snerti hurðarhúninn, en sneri svo við og gekk hratt burtu. Þegar hann var kominn niður í miðjan stig- ann hikaði hann. Hún gæti gripið til örþrifaráða — kastað sér út um gluggann, eða guð vissi hvað. Hann hlustaði; ekk- ert heyrðist. En hann sá hana fyrir hugskotssjónum, þar sem hún læddist út að glugganum, opnaði hann eins og hægt var og hallaði sér út í kalt næturloftið. Það var svolítil rigning. Undir glugganum var hellulögð flöt. Hvað var langt niður? Tuttugu og fimm — þrjátíu fet? Eitt sinn þegar hann hafði verið á gangi eftir Piccadilly hafði hann séð hund stökkva út um glugga á 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.