Bergmál - 01.09.1957, Side 64
BKRGMÁL---------------------
ur, að þú elskaðir mig svona
heitt. En hvers vegna gerðirðu
það — hvers vegna gerðirðu
það?“
Hutton losaði sig úr faðmi
hennar og stóð á fætur. Hann
varð mjög rauður í andliti. „Þú
virðist telja víst að ég hafi myrt
konuna mína,“ sagði hann.
„Þetta er fáránlegt. Hvað haldið
þið að ég sé? Kvikmyndahetja?"
Hann var að missa stjórn á skapi
sínu. Öll sú skelfing, vonbrigði
og örvænting sem hann hafði
orðið að þola fyrr um daginn
sameinaðist á þessari stundu í
hatur á henni. „Þetta er allt
saman ein svívirðileg endileysa.
Hefurðu enga hugmynd um sál-
arlíf siðmenntaðra manna? Sýn-
ist þér ég líta út eins og maður
sem gengur um og drepur fólk?
Ég býst við að þú ímyndir þér
að ég hafi verið svo frá mér af
ást á þér að ég gæti gert hvaða
vitleysu sem væri. Hvenær er
hægt að koma kvenfólki í skiln-
ing um að karlmenn ganga ekki
af vitinu af ást einni saman?
Allt sem ég krefst, er að hafa
frið, en það getið þið aldrei
skilið og aldrei leyft mér. Ég
veit ekki, hvers vegna í fjand-
anum ég var að giftast þér. Ég
gerði það bara af stráksskap,
------------- September
hreinræktað asnastykki. Og svo
heldurðu að ég sé morðingi. Ég
þoli þetta ekki lengur!“ Hutton
skundaði til dyra. Hann hafði
sagt hræðileg orð — hann vissi
það vel — ljót orð sem hann
ætti að taka til baka hið fyrsta.
En hann ætlaði ekki að gera
það. Hann lokaði dyrunum að
baki sér.
„Kiðlingur!“ Dyrnar smullu í
lás. „Kiðlingur.“ Röddin sem
hann heyrði gegnum lokaðar
dyrnar var þrungin örvæntingu.
Ætti hann að snúa við? Honum
bar að snúa við. Hann snerti
hurðarhúninn, en sneri svo við
og gekk hratt burtu. Þegar hann
var kominn niður í miðjan stig-
ann hikaði hann. Hún gæti
gripið til örþrifaráða — kastað
sér út um gluggann, eða guð
vissi hvað. Hann hlustaði; ekk-
ert heyrðist. En hann sá hana
fyrir hugskotssjónum, þar sem
hún læddist út að glugganum,
opnaði hann eins og hægt var og
hallaði sér út í kalt næturloftið.
Það var svolítil rigning. Undir
glugganum var hellulögð flöt.
Hvað var langt niður? Tuttugu
og fimm — þrjátíu fet? Eitt sinn
þegar hann hafði verið á gangi
eftir Piccadilly hafði hann séð
hund stökkva út um glugga á
62