Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 30

Bergmál - 01.09.1957, Blaðsíða 30
Bergmál ---------------------- átt til hans. Augu hennar voru tvö djúp og skuggaleg byssu- hlaup .Myrkrið huldi hana á ný. „Þér voruð einmana sál í leit að félagsskap. Ég hafði hina dýpstu samúð með yður í ein- staklingsskap yðar. Hjónaband yðar ...“ Orðin drukknuðu í þrumugný. Það sem næst heyrðist af orðum ungfrú Spence var þetta: „.. . gat ekki verið félagi manns með yðar skapgerð. Þér þurftuð að eignast sálufélaga." Hann — sálufélaga. Þvílík eindæma vitleysa. „Georgette Leblanc, fyrrverandi sálufélagi Maurice M'aeterlinck.“ Þetta hafði hann séð í blaði nokkrum dögum áður. Þannig hafði þá ungfrú Spence gert sér hann í hugarlund — maður sem þráði sálufélag. Og í huga Dorisar var hann ímynd manngæzkunnar og gáfaðasti maður í heimi. — Og í raun og sannleika, hann var hvað? Hver vissi það? „Hjarta mitt sló örar við til- hugsunina um yður. Ég skildi; ég var líka einmana.“ Ungfrú Spence lagði hönd sína á hné hans. „Þér voruð svo þolinmóð- ur.“ Önnur elding. Hún var enn- þá í vígamóð — hættuleg. „Þér -------------- September kvörtuðuð aldrei. En ég vissi — ég vissi.“ „Það var elskulegt af yður.“ Jæja, hann var þó áme incom- prise. „Aðeins hið næma auga k.onunnar .. “‘ Ný þruma gekk yfir, fjarlægðist síðan aftur og ekkert heyrðist 'nema rigningin. Þruman var 'hlátur hans, magn- aður og færður á annað svið. Leiftur, hávaði, nú kom það aftur, beint yfir höfðum þeirra. „Finnst yður ekki, að þér geymið eitt'hvað innra með yð- ur, sem er áþekkt storminum?“ Hann sá hana fyrir sér í hugan- um þegar hún hallaði sér áfram og sagði þessi orð: „Ástríður gera manninn jafningja höfuð- skepnanna.“ Hvaða undankomu átti hann nú? Auðvitað átti hann að segja „já‘,‘ og fitja upp á einhverju álíka. En Hutton varð skyndi- lega hræddur. Ölið sem hann hafði drukkið olli honum ógleði. Konan talaði í alvöru — dauðans alvöru. Hutton varð ekki um sel. Ástríður? „Nei,“ svaraði hann skelfdur. „Ég hef engar ástríð- ur.“ En þessi orð hans heyrðust annað hvort ekki eða þeim var ekki sinnt, því að ungfrú Spence rélt áfram með vaxandi áfergju; 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.