Bergmál - 01.09.1957, Page 30

Bergmál - 01.09.1957, Page 30
Bergmál ---------------------- átt til hans. Augu hennar voru tvö djúp og skuggaleg byssu- hlaup .Myrkrið huldi hana á ný. „Þér voruð einmana sál í leit að félagsskap. Ég hafði hina dýpstu samúð með yður í ein- staklingsskap yðar. Hjónaband yðar ...“ Orðin drukknuðu í þrumugný. Það sem næst heyrðist af orðum ungfrú Spence var þetta: „.. . gat ekki verið félagi manns með yðar skapgerð. Þér þurftuð að eignast sálufélaga." Hann — sálufélaga. Þvílík eindæma vitleysa. „Georgette Leblanc, fyrrverandi sálufélagi Maurice M'aeterlinck.“ Þetta hafði hann séð í blaði nokkrum dögum áður. Þannig hafði þá ungfrú Spence gert sér hann í hugarlund — maður sem þráði sálufélag. Og í huga Dorisar var hann ímynd manngæzkunnar og gáfaðasti maður í heimi. — Og í raun og sannleika, hann var hvað? Hver vissi það? „Hjarta mitt sló örar við til- hugsunina um yður. Ég skildi; ég var líka einmana.“ Ungfrú Spence lagði hönd sína á hné hans. „Þér voruð svo þolinmóð- ur.“ Önnur elding. Hún var enn- þá í vígamóð — hættuleg. „Þér -------------- September kvörtuðuð aldrei. En ég vissi — ég vissi.“ „Það var elskulegt af yður.“ Jæja, hann var þó áme incom- prise. „Aðeins hið næma auga k.onunnar .. “‘ Ný þruma gekk yfir, fjarlægðist síðan aftur og ekkert heyrðist 'nema rigningin. Þruman var 'hlátur hans, magn- aður og færður á annað svið. Leiftur, hávaði, nú kom það aftur, beint yfir höfðum þeirra. „Finnst yður ekki, að þér geymið eitt'hvað innra með yð- ur, sem er áþekkt storminum?“ Hann sá hana fyrir sér í hugan- um þegar hún hallaði sér áfram og sagði þessi orð: „Ástríður gera manninn jafningja höfuð- skepnanna.“ Hvaða undankomu átti hann nú? Auðvitað átti hann að segja „já‘,‘ og fitja upp á einhverju álíka. En Hutton varð skyndi- lega hræddur. Ölið sem hann hafði drukkið olli honum ógleði. Konan talaði í alvöru — dauðans alvöru. Hutton varð ekki um sel. Ástríður? „Nei,“ svaraði hann skelfdur. „Ég hef engar ástríð- ur.“ En þessi orð hans heyrðust annað hvort ekki eða þeim var ekki sinnt, því að ungfrú Spence rélt áfram með vaxandi áfergju; 28

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.