Bergmál - 01.09.1957, Page 17

Bergmál - 01.09.1957, Page 17
BergmAl 1957 HEILABROT 1) Faðir og sonur eru 71 árs og 34 ára. a) Hvenær var faðirinn þrisvar sinnum eldri en sonurinn? b) Hve gamall verður sonurinn þegar faSir hans verður nákvœmlega helmingi eldri? 2) GÖMUL, ÍSLENZK GÁTA: Séð hef eg piltung augað eitt. og ekkert höfuð bafa. Margan hefur frá lífi leitt og leiðist ekki að kafa. 3) Hér á eftir sjáið þið tvo plúsa og tvo mtnusa, en neðan undir þeim tölur. — Getið þið sett plúsana og mtnusana á þann hátt inn á milli talnanna að útkoman úr dæminu reynist rétt (100)? + + -5" “S* 123456789 - 100 4) Grímur á fjóra stráka, sem allir eru í skóla, en þeir eru t sinum hekknum hver, eða 3., 4., 5. og 6. bekk. Páll er í nœsta bekk neðan við Lárus. — Hans er i nœsta bekk neðan við Jón. — Páll er í næsta bekk ofan við Jón. í hvaða bekk er hver um sig? 5) Plve margar krónur á ég, ef ég deili i upphæðina með 2, 3, 4, 5 eða 6 og alltaf verður einn afgangs við deilinguna? Móðirin sagði dóttur sinni, að ein af vinkonum hennar hefði komið í heimsókn, á meðan hún (dóttirin) var að heiman. En móðirin mundi ekki hvað telpan hét, sem komið hafði. Ef hún var Ijóshærð, þá gat það verið Kristín, Kristjana eða Kristrún. Ef hún var bláeyg, þá gat það verið Kristjana eða Kristrún. Og ef hún var freknótt, þá gat það verið Kristin eða Kristjana. Móðirin sagði nú að telpan hefði verið bláeyg, freknótt og Ijóshærð. Hvað hét telpan, sem komið hafði? SvÖr á bls. 2. 15

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.