Bergmál - 01.09.1957, Side 26

Bergmál - 01.09.1957, Side 26
B E R G M Á I.----------------- auga sér með undraverðum handstyrk. „Della Rovere yfir- hershöfðingi, ef að þér viljið gera svo vel og orða það þann- ið,“ sagði hann rólega um leið og hann gekk til hópsins sem að þegar var búið að kalla upp. Þessir 65 voru allir handjárn- aðir og teymdir upp að fang- elsisveggnum og það var bundið fyrir augu þeirra allra nema á hans hátign, sem neitaði því staðfastur að láta binda fyrir augu sín og þeir létu að óskum hans. Á meðan fjórum vélbyss- um var komið fyrir í skotstöðu gekk hans hátign nokkur skref i'ram úr hópnum virðulegur í iasi og ákveðinn á svip. „Herrar mínir, virðulegu foringjar í hernum,“ kallaði hann hvellri, fastri röddu. „Á því andartaki er við undirgöngumst vora síð- ustu fórn í þessu lífi, viljum vér allir snúa okkur í hollustu og virðingu að voru ættarlandi. Lengi lifi konungurinn.“ Þá hrópaði Tito: „Skjótið,“ og það hvein í vélbyssurium. Yfir- hershöfðinginn var lagður í kistu sína án þess að einglirnið væri tekið af honum. Sannleikurinn um Della Rov- ere yfirhershöfðingja, saga hans, -----------------S E P T E M 1) E R hin raunverulega saga hans, sem ég heyrði eftir að hann var dá- inn, er saga hetjudáðar og jafnframt. persónuklofnings, sem er svo ótrúleg, að slíkt er vafalaust einsdæmi. Þessi dýrðlingur San Vittore fangelsisins var enginn hers- höfðingi. Hvorki Badoglio mar- skálkur né Alexander yfirhers- höfðingi höfðu nokkurn tíma heyrt hann nefndan, og nafn hans var alls ekki Della Rovere. Nafn hans var í raun og veru Bertoni og hann var fæddur í Genúa á Ítalíu, alræmdur þjóf- ur og afbrotamaður, með langa fangelsisvist að haki sér. Þjóð- verjarnir höfðu tekið hann fast- an fyrir einhvern smástuld og á meðan þeir voru að yfirheyra hann, höfðu þeir komist að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti meðfædda leikarahæfileika í stærri stíl en þeir höfðu nokk- urntíman rekist á áður og þeir þóttust vissir um það, að hið höfðinglega og virðulega yfir- bragð hans samfara gáfum og leikarahæfileikum, mundu gera hann hæfan til þess að verða fyrsta flokks verkfæri í höndum þeirra til þess að svíkja upp- lýsingar upp úr föngum á meðal skæruliðanna. 24

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.