Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 43

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 43
B E R G M Á L 1 9 5 7 ---------------------- í skápnum blakti öðru hverju eins og af dragsúg og eldurinn í arninum var á sífelldu flökti svo að skuggarnir voru á eilífri hreyfingu um herbergið, hvörfl- uðu til og frá í 'þögulum dansi eða flótta. Skyndilega flaug mér það í hug, að ég gæti bætt úr þessu. Ég minntist þess að ég hafði séð mörg kerti úti á ganginum og stóð ég því á fætur og tók kerti með mér, gekk út á ganginn, en skildi dyrnar eftir opnar. Brátt var ég kominn fram í tungls- ljósið á ganginum og að örstuttri stundu liðinni var ég kominn inn í herbergið aftur með tíu viðbótar kerti. Þeim kom ég svo fyrir hér og þar í herberginu á krystalsskrautmunum, sem nóg var af þarna inni, dreifði þeim um þá staði þar sem skuggarnir höfðu verið einna leiðinlegastir og dekkstir; sum kertin setti ég jafnvel á gólfið, sum úti í glugga- skansana og var ég langa stund að færa þau fram og aftur um henbergið þar til að lokum, að þessi 17 kerti mín voru svo stað- sett í herberginu, að hvergi var til sá krókur eða afkimi, sem ekki var upplýstur af að minnsta kosti einu kertinu. Mér flaug í hug, að þegar draugur- inn kæmi þá yrði ég að aðvara hann um að skella engu kertinu um koll. Nú var herbergið orðið vel upplýst og mér fannst eitt- hvað huggandi og hvetjandi við þessi litlu, skemmtilegu ljós, og undi langan tíma við það að virða þau fyrir mér til skiptis. En þrátt fyrir þetta settust að mér þunglyndislegar hugsanir, sem smá-jukust eftir því sem lengur leið, hugsanir um það hvers ég gæti vænzt og hvers vegna ég hafði tekið mér fyrir hendur að vaka í þessu herbergi; og þegar 1 eið að miðnætti var ég farinn að horfa á mínútuvís- inn á úrinu mínu og telja mín- úturnar. Þá varð ég skyndilega var einhverrar. breytingar inni í skápnum, ég sá ekki er slokkn- aði á kertinu, en af einhverjum ástæðum þá varð mér litið þangað og þá var dimmt þar inni. Mér brá lítið eitt, alveg eins og ef manni verður skyndi- lega litið upp og verður var við það að ókunnugur maður er kominn inn til manns. Dökki skugginn inni í skápnum var aftur kominn á sinn stað. „Hvert í logandi," sagði ég upphátt er ég hafði náð mér eftir undrun- ina, dragsúgurinn þarna inni er 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.