Bergmál - 01.09.1957, Page 49
Framhaldssagan:
DOKTOR
CARR-
INGTON
eftir Hermina Blaek
Einmitt það, svo að hann virtist óhamingjusamur undanfarið. Og
þó var hann einn af þessum mönnum sem aldrei bera tilfinningarnar
utan á sér. Var það eðlishvöt Lady Mandy sem sagði henni þetta,
eða voru þetta aðeins marklausar grillur?
Jill sat inni í litlu skrifstofunni er hún las þetta bréf, og flýtti
sér nú að stinga því í barm sér um leið og hún kallaði „kom inn“,
því að einhver barði að dyrum.
Það var Judy sem kom með allmiklum asa. Hún rétti dagblað
sem hún hélt á að Jill og sagði um leið æst og áköf: Sjáðu bara.
Hvað sagði ég þér?“ Hún benti á slúðurdálk blaðsins. Þar var þessi
fyrirsögn. „Hvenœr hringja brúðkaupsklukkmnar?“ og Jill las:
Á meðal gesta við hádegisverðinn í hinum glæstu sölum Colonn-
ade veitingahússins rákumst vér á hina fögru ballerínu vora — hina
yndislegu og heimsfrœgu Söndru St. Just — í fylgd með skurðlækn-
inum fræga og dáða: Doktor Carrington. Hann framdi nýskeð upp-
skurð á öðru hné ungfrúarinnar og bætti mein hennar að fullu, eftir
að allir aðrir læknar höfðu gefið hana frá sér og lýst því yfir að
hún yrði lömuð á fæti œvilangt.
Oss heppnaðist að ná sem snöggvast tali af hinni fögru Söndru,
er kavaleri hennar var kallaður í síma, og vér gerðumst svo djarfir
47