Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 51

Bergmál - 01.09.1957, Qupperneq 51
1 9 5 7 ------------------------------------------------ B E R G M Á L sem í vændum var milli Victors og Söndru, hversu mjög sem það myndi særa hana. En áður en hún færi til Söndru ætlaði hún að gefa Ken ákveðið svar á þá leið, að hún væri staðráðin í að taka tilboði hans og fylgjast með þeim til Rhodesíu. Þegar Jill kom til íbúðarinnar við Eaton Square síðdegis á laug- ardaginn tók Lady Amanda á móti henni og bauð hana hjartanlega velkomna. „Mikið voruð þér góð að koma ög rjúfa svolítið einveru mína, kæra vinkona,“ sagði hún. „Ég hef sannarlega saknað yðar.“ Jill komst við, enda þótt hún trvði því ekki að Lady Amanda væri svo mjög einmana, þvert á móti hafði hún ávallt virzt hafa næg áhugamál, meira að segja svo mörg að maður gat álitið að hún hefði aldrei getað komist í kynni við það sem kalla mætti leið- indi. „En þér eruð hvorki glaðleg né frískleg í útliti hélt gamla konan áfram og ég sé ekki betur en þér hafið lagt af síðan ég sá yður síðast.“ „Ég hef orðið að líta eftir tveim sjúklingum allan tímann og þeir hafa haldið mér á sprettinum,11 svaraði Jill . „Aðalatriðið er að borða nóg,“ svaraði Lady Amanda. „O, það er engin hætta á því að ég gleymi því að borða,“ sagði Jill, en hún hafði svolítið samvizkubit því hún vissi að þetta var ósatt, það var langt síðan hún hafði haft nokkra matarlyst og oft- lega sleppt úr máltíðum, eða jafnvel fengið sér aðeins eina brauð- sneið. Þegar gestur hennar var kominn upp í herbergi sitt settist Lady Amanda niður í lesstofu sinni og varð hugsi. — Þessi unga stúlka var sannarlega veikluleg í útliti, manni fannst hún ætti engan mótstöðukraft eftir lengur. Hún var á einhvern hátt ólík sjálfri sér og það var eitthvað fleira en aðeins það, að hún hafði lagt af. Lady Mandy geðjaðist ekki að því að sjá hve hún var orðin kinnfiskasogin, djúpir alvörudrættir voru farnir að sjást í andliti 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.