Bergmál - 01.09.1957, Page 53

Bergmál - 01.09.1957, Page 53
1957 B E R G M Á L og horfði á hana með viðkvæmum ástaraugum. Er gamla konan sneri aftur til stóls síns var kyrrðin rofin af því að dyrnar opnuð- ust milli anddyrisins og lesstofunnar. Sandra kom hratt inn í her- bergið. „Mér gafst ekki tími til að hringja, en ég leit inn samt,“ hún beygði sig niður og kyssti- guðmóður sína á kinnina, en sneri sér þvínæst að Jill og heilsaði henni. „Price sagði mér að þér væruð hér, Jill, en hvað það var gaman.“ „Hún ætlar að dvelja hjá mér um helgina,11 sagði Lady Amanda. „Ég ætlaði einmitt að fara að hringja til þín og bjóða þér að borða með okkur hádegisverð á morgun, en fyrst þú ert nú komin hér, þá er það enn þá betra að þú borðir bara með okkur kvöldverð líka í kvöld.“ „Það var nú einmitt það sem ég hafði hugsað mér, elskan.“ Jill hálf blygðaðist sín, því að Sandra sýndi svo augljóslega að hún væri glöð yfir því að sjá hana aftur, en hún sjálf, henni var allt öðruvísi innanbrjósts. Jill varð að taka á því sem hún átti til, til að gæta þess að ekki sæist á henni að hún væri afbrýðisöm. Auð- vitað hafði hún vitað það fyrir að hún myndi hitta Söndru, en þó var það svo að hún óskaði þess nú að hún hefði búið sig betur undir að hitta hana. Hún veitti því nú athygli að þessi fagra ballett- dansmær horfði hvasst og rannsakandi á hana og þá þvingaði hún hún sjálfa sig til þess að hlæja. En í þetta sinn fékk hún ekki bros á móti, Sanda hélt aðeins áfram að virða hana fyrir sér en sagði svo skyndilga. „Hvað er eiginlega að, Jill? Færðu ekki nokkurn skapaðan hlut að borða á þessu hræðilega sjúkrahúsi þínu?“ „Já, þetta var ég að segja,“ sagði Lady Amanda og leit upp frá bróderíi sínu, það veitti ekki af að gefa henni einhver meðul til þess að auka matarlystina.11 Jill hló með dálitlum erfiðismunum. „Ég skil ekkert í því að ykkur skuli finnast ég vera orðin svona mögur, og ég get fullvissað ykkur um að mér finnst ég vera alveg fílhraust.“ i

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.