Bergmál - 01.09.1957, Síða 57

Bergmál - 01.09.1957, Síða 57
1957 Bhrcmál svolítið leið Glyns vegna en ég finn það samt, að þessi breyting verður mér til góðs, bæði mér sjálfri og starfi mínu og því skal þetta verða þannig.“ Hugsanirnar snerust í einum hrærigraut hvor um aðara í höfð- inu á Jill. Það, sem hún hafði nú heyrt, fékk hana til þess að sjá Söndru í nýju ljósi ,hún var mikil listakona, sem engum manni vildi illa. Jill sat hreyfingarlaus eins og hún hefði verið lostin eld- ingu, en samtímis sagði eðlishvöt henni að Sandra hefði á einhvern hátt breytzt, hún var eins dásamlega fögur og hún hafði nokkru sinni verið fyrr, en þó var kominn einhver vottur af grimmd í hana, einhver hörð skel utan um hana. Lady Amanda hafði misst bróderíið sitt niður í kjöltuna og á með- an hún virti hina fögru guðdóttur sína fyrir sér, fann hún það jafn- framt eins og af eðlishvöt að það hafði losnað um eitthvað í brjóst- inu á Jill. Á meðan Jill var uppi í herbergi sínu til að hafa fataskipti fyrir kvöldverðinn, braut hún heilann um þessar nýju fréttir. Victor var jafn frjáls nú og hann hafði nokkurn tíman verið og hún ætlaði sér að fara iangt í burtu, en auðvitað var það nú svo, að þó að öll veröldin lægi á milli þeirra, þá myndu þau ekki vera fjarlægari hvort frá öðru heldur en þau voru nú og höfðu reyndar alltaf verið. Alltaf, já, að undanteknum þessum fáu mínútum sem hann hafði haldið henni í faðmi sér og kysst hana, það var tilgangslaust fyrir hann að neita því, þótt hann reyndi það, því að það var samt staðreynd að þær mínútur hafði hún áreiðanlega verið honum nokkurs virði og ef að karlmaður hleypur á sig eins og hann hafðai orðað, er þá ekki möguleiki til þess að hann gæti geri það aftur, ef að tækifæri býðst. Jill horfðist í augu við sjálfa sig í speglinum og roðnaði er hún hugsaði þetta. Hvað kemur mér það við, hugsaði hún, er ég orðin snarvitlaus, en hvað sem fyrir kynni að koma, þá var hún ákveðin í því að láta ekki Lady Amanda eða Söndru fá nokkurn grun um það að hún væri óhamingjusöm. Á meðan Jill var uppi að hafa fata- 55

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.