Bergmál - 01.09.1957, Síða 67

Bergmál - 01.09.1957, Síða 67
GLETTUR „Sváfuð þér hjá konunni minni?“ öskraði húsbóndinn bálreiður. „Nci, nei,“ svaraði vinnumaðurinn auðmjúkur, ,,mér kom ekki dúr á auga.“ ★ „Hafið þér séð brjálaðan mann hlaupa hér framhjá?" spurði maðurinn lafmóður. „Hvernig lítur hann út?“ spurði lögregluþjónninn. „Hann er mjög lágvaxinn," svaraði maðurinn, „aðeins rúmar þrjár álnir. Og hann cr afskaplega grannur. Rúmlega fjögur hundruð pund.“ Lögregluþjónninn hvessti augun á manninn. „Hvernig má það vera að þriggja álna maður sé mjög lágvaxinn? Og hvernig má það vera að mjög grannur maður sé fjögur hundruð pund?“ „Nú, — hvað er þetta herra minn, sagði ég yður ekki að hann er brjálaður?“ svaraði maðurinn. ★ J^cknirinn: „Kvefið er alveg jafn fast í yður ennþá. En ég hefi þó engar sérstakar áhyggjur af því.“ Sjítklingiírinn: „Ég skal játa það, læknir, að þótt þér hefðuð mjög slæmt kvef, þá myndi ég alls ekki hafa neinar áhyggjur af því.“ ★ Lögregluþjónninn kom að manni að kvöldlagi, sem skreið á fjórum fótum eftir Austur- stræti, virtist vera nokkuð við skál og vera í óða önn að leita að einhverju á götunni. „Að hverju leitið þér, góði minn?“ spurði lögregluþjónninn vingjarnlega. „Ég missti tíkall áðan niðri í Hafnarstræti,“ svaraði maðurinn án þess að líta upp, og hélt áfram að leita. „Hvernig stendur á því að þér leitið hér í Austurstræti að tíkalli, sem þér týnduð í Hafnar- stræti?“ spurði lögregluþjónninn. „Skilurðu það ekki, asninn þinn,“ svaraði maðurinn gremjulega, „það er miklu bjartara hér.“ ★ Það eru til margar skilgreiningar á því hver sé hinn sanni bjartsýnismaður, en þessi er með þeim beztu: — Það er maður sem fer að ráða krossgátu með sjálfblekungnum sínum. •— Amerískur rithöfundur segir: —• Hvergi er bjartsýni eins almenn, eins og í geðveikrahæli. — ★ „Ég hafði hræðilcga martröð í nótt,“ kveinaði sjúklingurinn við læknirinn. ,,Mig dreymdi það að Greta Garbo væri að kyssa mig og faðma og sýna mér á allan hátt áköfustu ástleytni." „Og þetta kallið þér að hafa haft martröð, cða hvað?“ hrópaði læknirinn. „Ja-há,“ sagði sjúklingurinn. „Ég var nefnilega alltaf að ýta henni frá mér.“

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.