Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 24
Goðasteinn 2009
liggur milli tindanna Mawenzi og Kibo. Á Söðlinum vorum við komin í ekta
íslenska auðn og hefðum allt eins getað verið uppi á Sprengisandi. Það tók okkur
um þrjá tíma að ganga eftir Söðlinum og allan tímann sáum við Kibo-skálann í
fjarska en þangað var förinni heitið. Fyrir ofan skálann sáum við hvernig göngu-
leiðin hlykkjaðist upp fjallið upp að Gillmans point sem er á gígbrúninni.
Þegar við komum að síðustu brekkunni upp að Kibo-skálanum vorum við orðin
ansi þreytt, búin að ganga í rúmar 6 klst. og komin í 4700 metra hæð. Þarna
sameinast Rongai-leiðin sem við vorum á og Marangu-leiðin sem við fórum niður.
Við Kibo-skálann var samankominn fjöldi fólks og allir ætluðu á toppinn um
nóttina. Við fengum hádegismat við Kibo-skálann um miðjan dag og lögðum
okkur síðan til kl. 17.30 en þá var kvöldmatur og við frædd um gönguna á toppinn
og hvernig við skyldum vera klædd. Við gerðum okkur klár fyrir næturgönguna
og reyndum að sofa, það tókst ekki og Tyrfingi var ennþá óglatt þegar við vorum
ræst kl. 23. Hann ákvað samt að reyna við toppinn. Við klæddum okkur í þrennar
þunnar ullarpeysur, flíspeysu, tvennar ullarbuxur, flísbuxur, vindgalla, þykka
ullarsokka og vettlinga og vorum með lambhúshettu. Hvert okkar var með 3 lítra
af vatni og nokkra orkubari en það var nauðsynlegt að nota öll stopp til að drekka
og borða ti 1 að halda orkunni í lagi. Við fórum og borðuðum maísgraut, fengum
okkur vel að drekka og vorum klár í gönguna.
28. ágúst
Það var miðnætti, framundan var ganga upp Kibo gíginn að Gillmans point og
síðan eftir gígbrúninni á sjálfan toppinn Uhuru peak. Hingað til hafði fjallið verið
aflíðandi en nú tók við samfelld brött brekka og 1000 metra hækkun upp að
Gilhnans point. Gengið var upp skriðu sem er frosin á nóttunni og því nokkuð föst
undir fæti en lausari í sér á daginn þegar sólin skín. Veður var léttskýjað og logn
en kalt, líklega þónokkuð frost. Glampandi tunglsljós alveg eins og við höfðum
vonast til.
Við gengum af stað frá Kibo-skálanum unt miðnætti, 8 ferðalangar, 4
leiðsögumenn og temaðurinn sem bar te sem við fengum við Gillmans point. Við
gengum í einni halarófu á eftir Obed yfirleiðsögumanni. Einn leiðsögumaður var í
miðjum hópnum, einn aftastur og einn ýmist til hliðar eða á eftir. Þeir sungu
mestalla leiðina sem stytti okkur stundir. Bæði á undan okkur og á eftir sáum við
ljósin frá öðrum hópum sem voru einnig á leið á toppinn. Við höfðum aftur á móti
slökkt á vasaljósunum okkar og fannst nóg að hafa tunglsljósið. Af og til mættum
við fólki sem var á niðurleið og hafði orðið að snúa við vegna hæðarveiki. Allt í
einu stoppaði Obed, við vorunr komin að Hans Mayer helli í 5150 metra hæð.
22