Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 150
Goðasteinn 2009
Óskar sótti oft til móðurforeldra sinna í Kraga á Rangárvöllum. Hann
fluttist ungur að aldri að heiman og fór hann til vinnu í Reykjavík. Þaðan fór
hann tæplega tvítugur til Vestmannaeyja að nema trésmíðar. í Vestmanna-
eyjum kynntist hann Þrúði Helgadóttur, hún fæddist á Sólvangi í Vest-
mannaeyjum 26. júlí 1925. Þrúður og Óskar fluttust upp á land um 1945,
stofnuðu heimili á Sauðárkróki og þar lauk Óskar meistaprófi í trésmíðum. Þau
gengu í hjónaband 10. maí 1947 og tveimur árum síðar fluttust þau að Hellu
þar sem þau byggðu sér hús, fyrst við Hrafnskála en síðar á Freyvangi. í
kringum hús sitt ræktuðu þau fallegan garð sem þau höfðu gaman af að sinna
um og rækta. Einkasonur þeirra hjóna er Helgi Bjarni, fæddur 1955, eiginkona
hans er Guðrún Arndís Eiríksdóttir, fædd 1959. Börn þeirra eru: Sigrún Ósk,
hún á soninn Jens Bjarna, Þrúður og Óskar.
Óskar vann í nokkur ár á trésmíðaverkstæði Kaupfélagsins, allt þar til
hann ásamt félögum sínum stofnaði Trésmíðaverkstæðið Rangá. Samhliða því
rak hann ásamt nokkrum félögum sínum hótel og Hellubíó. Ber vinnufélögum
hans saman um að hann hafi verið góður samverkamaður og lærifaðir. Er hann
leiðbeindi og kenndi kom glöggt í ljós vandvirkni hans og hversu ljúfur, hlýr
og skemmtilegur hann var. í kringum 1967 fór hann til vinnu í Búrfelli og
vann við virkjanir sem verkstjóri og eftirlitsmaður fram til 1986 er hann fór
aftur að vinna hjá Rangá. Óskar var duglegur og atorkusamur, þrautseigur og
ötull. Þrátt fyrir að hafa ekki alltaf fulla heilsu var honum ekki uppgjöf í huga
og leitaði leiða til að vinna þau verk sem hann hafði hug á enda léttur í lund og
jákvæður.
Óskar var meðal stofnenda Golfklúbbs Hellu og stunduðu þau hjón
íþróttina meðan heilsan leyfði. Þau voru samhent og höfðu dálæti á ferðum
innanlands og þekktu vel til staðhátta á ferðum sínum. Sólarlandaferðir fóru
þau einnig í og voru þetta ferðir sem gerðu þeim gott og þau nutu alveg
sérstaklega. Þrúður lést í nóvember 2005 og bjó Óskar áfram heima. Eftir
andlát Þrúðar fór hann áfram í ferðir með syni sínum og tengdadóttur og naut
hann sólarinnar og útviverunnar. Veðrið var sérstakt áhugamál og hugðarefni
Óskars. Hann skráði ítarlega og af nákvæmni hjá sér veðurfar. Hann var félagi
í Veðurklúbbi Lundar á Hellu, þangað mætti hann á fundi og tók þátt í
148