Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 173
Goðasteinn 2009
íluttist hann að Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á Hellu og vann þar að
uppbyggingu á spjallstofu og munum í hana. Þorsteinn lést á Lundi 19.
desember 2008, útför hans var gerð frá Keldnakirkju 3. janúar 2009.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Odda
Þór Pálsson, Rangá við Ægissíðu
Þór Pálsson var fæddur 7. febrúar 1927, sonur
hjónanna á Stóru-Völlum Páls Jónssonar frá Ægissíðu
og Sigríðar Guðjónsdóttur frá Stóru-Völlum, fimmti í
röð 12 systkina en þau eru Jens Ríkharð, Jón,
Sigríður, tvíburabræðurnir Oðinn og Þór, Vallaður,
Gunnur, Þýðrún, tvíburasystkinin Atli og Ragnheiður,
Ása og Guðrún.
Þór ólst upp í foreldrahúsum til 7 ára aldurs en þá fór
hann í fóstur að Hjallanesi til hjónanna Sigurðar
Lýðssonar og Ingiríðar Bergsteinsdóttur og dvaldi hjá þeim til í 10 ár eða þar
til Sigurður hætti búskap árið 1944.
Þá var Þór 17 ára og réði hann sig í vinnu sem ráðsmaður að
Hárlaugsstöðum í Ásahreppi, til Erlendar Jónssonar og var til heimilis hjá
honum í mörg ár en fluttist þá að Hellu og árið 1972 keypti hann Rangá við
Ægissíðu og bjó þar allt þar til heilsan brast honum fyrir nokkrum árum.
Erlendur sá um vegaframkvæmdir í Rangarvallasýslu og vann Þór m.a við
vegaframkvæmdir hjá honum.
Erlendur reyndist Þór sérstaklega vel og mun m.a. hafa aðstoðað hann
við kaup á hans fyrsta vörubíl árið 1948. Og vörubílaakstri helgaði Þór mestan
hluta starfsævinnar. Hann starfaði jafnan sem sjálfstæður vörubílsstjóri, í mörg
ár hjá Vegagerðinni en síðar á eigin vegum. Starf vörubílstjóra gat á árum áður
oft á tíðum tekið á. Vegir voru víða ekki uppbyggðir, heldur niðurgrafnir
vegaslóðar þar sem óhægt var um vik að bera sig að með stórar vinnuvélar og
lentu bílstjórar oft í miklum erfiðleikum við vinnu sína og þurftu oftar en ekki
að leysa úr málum með eigin hyggjuviti. Við þessar aðstæður reyndi mjög á
þrek og snerpu þessara manna og þá gilti að vera vel á sig kominn og
171