Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 40
Goðasteinn 2009
Fékk hann þá Birni bú algert að Ásólfsskála, en tók við búi í Mörk.
Þorgeir færði sjálfur hjón Bjarnar til Ásólfsskála ok allt búferli hans .
Af framanskráðum tilvitnunum úr Njálssögu virðist mega ráða að þegar þetta
gerðist, sem mun hafa verið um 1011, hafi verið búið að skipta Þórsmörk í þrjár
bújarðir og Björn hafi búið á þeirri jörðinni sem var miðsvæðis. Þá verður að
ganga út frá því að Þorgeir hafi átt jörðina Ásólfsskála enda var hún hluti af
landnámi afa hans, Þorgeirs ins hörska í Holti. Hér verður líka reiknað með að
Björn hafi átt ábýlisjörð sína í Þórsmörk enda tæplega hægt að gera svona jarða-
skipti nema þessar jarðir hafi verið eign þeirra.
í máldaga (eignaskrá) Holtskirkju frá 1270 segir að kirkjan eigi sjö skóga í
Þórsmörk, „... í staung gamla nautur gatna skogur og Loptz nautur lækjar skogur
og tungur inn í gil frá hofða skogi.“ Nöfnin á þeim stöðum sem hér eru nefndir eru
önnur en þau sem nú eru notuð nema nafnið Stöng.
í vitnisburðum gamalla manna sem búsettir voru í Holtssókn á árinu 1767
segir að Lækjarskógur séu sama og Hamraskógar, Lopts nautur sama og Stórendi
og Gamla nautur sama og Litlendi. Þá er líka til vitnisburður frá sama tíma um að
Holtskirkja hafi átt skóg í Slyppugili. Líklegt er að það sé Gatnaskógur. Skógar-
eign Holtskirkju á Þórsmörk samkvæmt máldaganum frá 1270 og framangreind-
um vitnisburðum frá 1767 hefur því verið: Stöng, Stórendi, Litlendi, Slyppugil,
Hamraskógar og tungur inn í gil frá Höfðaskógi sem líklegt er að séu Svínatungur
en þær eru norðan við Tindfjöll og ná frá Tindfjallagili þar sem það nær út í
Þröngur og inn í Rjúpnafellsgil. Þessir staðir eru allir á miðhluta Þórsmerkur,
nánar til tekið sunnan megin frá Góðagili sem er framan við Búðarhamar og fram
á hálsinn milli Slyppugils og Langadals og norðan megin frá Rjúpnafellsgili og
vestur að Fljótsgili.
Það svæði sem hér hefir verið skilgreint hlýtur þá að hafa verið á jörðinni
sem Þorgeir í Holti fékk frá Birni. Ekki er kunnugt um fornar bæjarrústir á þessu
svæði en þær gætu samt verið þar.
í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1709 er sagt á bls. 102:
„Húsadalur heitir annað ömefni skammt frá Þuríðarstöðum. Þar halda menn til
forna byggð hafi verið, jafnvel mikil, af girðingum, sem enn nú til sjest.“ Nú
kannast menn ekki við að merki um garðahleðslur séu sýnileg í Húsadal en það
segir ekki mikið um hvort þar hafi verið bær á fyrri öldum því ekki var vitað um
að bær hafi verið á Þuríðarstöðum efri fyrr en rústir hans fóru að koma í ljós þegar
hann fór að blása upp. Þó áttu gangnamenn þar leið um í hverri smölun á
Þórsmerkurrana.
Hafi bær verið í Húsadal, gæti það hafa verið landnámsbærinn og ef hann hefur
verið norðan megin í dalnum, gæti hann hafa tilheyrt miðjörðinni eftir að skipt
38