Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 87
Goðasteinn 2009
Gissur þar liði. ... Kolbeinn ungi safnaði síðan liði úr Vatnsdal og víðar úr
Húnaþingi og úr öllum Skagafirði. Kom þetta lið að norðan til móts við
Sunnlendinga á Kili. Liðsafnaðurinn var gífurlegur, fjórtán stór hundruð, þ.
e. um 1700 manns. Til orrustu kom á Örlygsstöðum [21. ágúst 1238]. Þeir
Kolbeinn og Gissur unnu mikinn sigur og felldu Sturlu og Sighvat, svo og
aðra syni Sighvats er voru í liði hans. ... Eftir fall Sturlu og Sighvats ræður
Kolbeinn öllu Norðurlandi. ...“ (Islenskur söguatlas)
Kolbeinn ungi tók undir sig það sem þeir feðgar höfðu átt, eignir þeirra og
goðorð. Hann háði skuldadóm eftir Sighvat en þegar hann kom frá dómnum féll
hann við og hlaut bringumein það sem leiddi hann til bana ekki löngu síðar.
... og berjast
... Þá er tíðindi þessi komu til Noregs um haustið, þótti þar hinn mesti
mannskaði eftir þá feðga, því þeir voru mjög vinsælir af kaupmönnum og
öðrum landsmönnum. Hákon konungur var og mjög mikill vinur Sturlu, því
að það var mjög talað, að þeir Sturla hefðu þau ráð gert, að hann skyldi
vinna land undir Hákon konung, en konungur gera hann höfðingja yfir
landinu ... Um veturinn eftir Örlygsstaðafund voru þeir með Skúla hertoga í
Niðarósi Snorri Sturlu-son og Órækja sonur hans, ... en Þórður kakali
[bróðir Sturlu Sighvatssonar Þórðarsonar á Grund] var í Björgyn með
Hákoni konungi. En um vorið fengu þeir skip og bjuggu það til hafs með
ráði hertogans. En er þeir ... höfðu lagt út undir Hólm, þá komu menn
sunnan frá konungi og með bréfum, og stóð það á, að konungur bannaði
þeim öllum íslendingum að fara út á því sumri. Þeir sýndu Snoira bréfin, og
svarar hann svo: »Ut vil ég.« Og þá er þeir voru búnir, hafði hertogi þá í
boði sínu, áður þeir tóku orlof. ... Eftir þetta létu þeir Snorri [og Órækja] í
haf ... (Islendinga saga)
Þegar heim kom reyndi Snorri að ná ríki sínu aftur og Órækja sonur hans átti
deilum við Sturlu Þórðarson frænda þeirra um eignarhald á Staðarhóli í Saurbæ í
Dölum.
Þetta sumar [1240] komu þeir Eyvindur brattur [Austmaður, stýrimaður
og hirðmaður Hákonar konungs] og Arni óreiða [Magnússon Amundasonar]
„út með bréfum Hákonar konungs, og var þeim lítt upp haldið. Þeir sögðu
og ófrið þann, er varið hafði um vetrinn í Nóregi, og fall Skúla hertoga.
(íslendinga saga)
85