Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 117
Goðasteinn 2009
Englandi og í Svíþjóð til 1947 og aftur frá 1949 til 1950. í millitíðinni var
Andrés forstjóri Bílaverkstæðis Hafnarfjarðar og varð síðan skrifstofustjóri hjá
Kassagerð Reykjavíkur um tíu ára skeið til 1961. Hann stofnaði fyrirtækið
Öskjur og Prent árið 1958 og rak þá prentsmiðju í 5 ár en lengst hafði hann
viðurværi sitt af heildversluninni sem hann setti á fót undir eigin nafni og rak í
um þrjá áratugi. Verslaði hann aðallega með skófatnað og vefnaðarvöru.
Andrés var bókhneigður maður og vel lesinn og verk Halldórs Kiljans
Laxness skipuðu öndvegi í huga hans. Sjálfur var hann skáldmæltur og vel
ritfær og skrifaði fjölda greina um málefni líðandi stundar í blöð og tímarit.
Hann ritstýrði tímaritinu Víðsjá frá 1947-1949, samdi og gaf út nokkrar bækur,
fyrst ferðaþættina í öðrum löndum árið 1950, og síðar ljóðabækur, ferðabækur,
smásögur og skáldsöguna Gunsukajfi. Hann ferðaðist mikið, tók mikið af
kvikmyndum og skráði minningar sínar úr þeim ferðum. Ættfræði var Andrési
hugleikin og síðustu árin tók hann saman og gaf út ættartölur margra
sunnlenskra ætta.
Andrés kvæntist hinn 26. janúar 1952 Guðrúnu Guðfinnu Guðmunds-
dóttur frá Grindavík, dóttur hjónanna Kristínar Gísladóttur húsfreyju og
Guðmundar Jónssonar bónda þar. Bjuggu þau allan sinn búskap í Reykjavík,
síðast á Langholtsvegi 23. Guðfinna lést 7. október 1989. Börn þeirra hjóna
eru fjögur: Örn Úlfar, kvæntur Jóhönnu Stefánsdóttur, Kristín Rós, gift Birni
S. Ástvaldssyni, Gunnar Már, kvæntur Bjargeyju Stefánsdóttur, og Sigrún, gift
Þorleifi Sigurjónssyni. Barnabörn Andrésar voru 13 við lát hans og langafa-
börnin fjögur.
í Andrési fléttaðist saman félagshyggja og einstaklingshyggja í góðu
jafnvægi og hallaði hvorug á hina. Honum duldist ekki samtakamáttur
fjöldans, um leið og hann sýndi best sjálfur af verkum sínum hverju einstakl-
ingurinn getur áorkað. Hann var eiginlega félagslyndur einfari, fór löngum
sínu fram í því sem áhugi hans stóð til en lagði líka hönd á plóg ýmissa
félagsstarfa. Hann var um skeið virkur í Lionshreyfingunni, félagi í Ferðafélagi
íslands og tók á sínum tíma þátt í starfi Hestamannafélagsins Fáks. Hesta-
mennskan átti hug hans fram á síðasta dag og ófáar ferðir átti hann austur að
Núpi í Fljótshlíð með Erni Úlfari syni sínum. Þar átti hann landspildu síðustu
115