Goðasteinn - 01.09.2009, Blaðsíða 79
Goðasteinn 2009
berjast fyrir kirkjuna gegn Sverri. Páfa hefir væntanlega verið fullkunnugt um það
að Páll biskup hafði verið í miklu vinfengi við frænda sinn, Sverri konung, en
trúlega kosið að horfa fram hjá þeirri staðreynd.
Um áhrif Sverris konungs ber vitni sagan af suðurgöngu Jóns Arnasonar, sem
var biskup í Görðum á Grænlandi 1188-1209. Hann var nefndur Sverrisfóstri og
segir neðanmáls í Páls sögu að Kristján Eldjárn hafi talið að Jón hafi notið
konungs og orðið biskup á hans vegum.
Á dögum Páls byskups kom [1203] utan af Grænlandi Jón byskup ... Páll
byskup tók við honum með hinni mestu sæmd ... [og] ... leysti braut með
stórmennsku sinni. ... Jón byskup gaf mönnum ráð til hversu vín skal gera úr
krækiberjum, eptir því sem Sverrir konungur hafði honum fyrir sagt. En svo
bar við, að hið næsta sumar gat nær hvergi ber á Islandi. En sá maður er
Eiríkur hét og bjó skammt frá Skálaholti, á bæ þeim er heitir á
Snorrastöðum, bar saman nokkuð vín á því sama sumri og varð vel. En Jón
byskup fór til Nóregs og síðan til Róms ... (Páls saga)
í nokkrum frásagnanna segir að Rómfarar hafi fengið eða tekið lausn af
páfanum sjálfum. Þetta ber þó ekki að taka bókstaflega því að í basilíku heilags
Péturs í Róm var sérstakur skriftafaðir (poenitentiarius á miðaldalatínu) sem skildi
norræna tungu. Þannig var um Árna Ólafsson kanoka af Ágústínusarreglunni.
Árni var í Noregi og síðan í Róm þar sem hann var skipaður skriftafaðir norænna
manna. Hann var vígður biskup með leyfi páfa og gegndi embætti í Skálholti 1413
-1425. Hins vegar kemur fram í heimildum að þegar menn voru dæmdir útlægir
frá íslandi til þriggja ára gátu þeir snúið aftur fyrr ef þeir höfðu fengið aflausn í
Páfagarði.
Guðmundur góði og Asbirningar
Þegar Guðmundur Arason kom 15. október 1201 að Hólurn eftir biskupskjörið,
„... þá tekur Kolbeinn [Tumason] ráð öll undir sig og búsfar að engu loforði
biskupsefnis. Þai' var þá fyrir Kygri-Björn ... og gerði Kolbeinn sér við engan
mann kærra en Björn ... “, segir í Prest-sögu Guðmundar góða. Arngrímur ábóti
segir í Guðmundar sögu sinni, að Kolbeinn hafi skipunarlaust tekið alla lykla á
staðnum, rekið ritara biskupsefnis, „... en semur þar í mót nýjan félagsskap við
einn kirkjuprest, er hét Kygri-Björn. ...“
Björn prestur Hjaltason kemur við sögu í tengslum við utanstefnu á fund
erkibiskupsins í Niðarósi eins og Arngrímur ábóti greinir frá:
77